Leita í fréttum mbl.is

Dómharði presturinn í Laugarnessókn

Samfylkingarpresturinn sr. Bjarni Karlsson úr Laugarnessókn, sem frægastur hefur orðið þegar hann gerði ásamt nokkrum félögum sínum aðför að dómstólum landsins gerir nú kröfu til þess að sett verði það sem Þjóðverjar kalla "Berfusverbot" eða bann við að einstaklingar gegni starfi hafi þeir skoðanir andstæðar þeirri einu réttu.

Ef til vill gerir sr. Bjarni Karlsson sér ekki grein fyrir því áð þær skoðanir sem hann setur fram á Eyjabloggi sínu undir heitinu "Nú verður sr. Geir Waage að víkja" eiga ekkert skylt við fjálslynd viðhorf og grundvöll þeirra mannréttinda sem mótuð hafa verið ekki síst á grundvelli kristilegra lífsskoðana.  Því miður verður ekki annað séð en sú skoðanakúgun og ofstopi sem birtist í skrifum sr. Bjarna í garð sjónarmiða og viðhorfa kollega síns liggi nær fasisma og kommúnisma en frjálslyndra viðhorfa nútíma lýðræðissinna.

Sem dæmi um ummæli í bloggi sr. Bjarna má nefna: "það er háskalegt og varðar hreinan brottrekstur  úr prestsembætti að halda því fram sem sr. Geir Waage gerir" 

Í annan stað segir þessi öfgafulli þjónn þjóðkirkjunnar: "Hér er ekki um mál að ræða sem þolir deildar meiningar". 

Í þriðja lagi má nefna úr þessum skrifum klerksins í Laugarnesi, sem lýsti fyrir nokkru þeirri girnd sinni að berja Brynjar Níelsson formann lögmannafélagsins vegna skoðana hans, að hann telji biskup Íslands og Kirkjuráð ekki líkleg til að sýna einurð og dug til að  stunda þá skoðanakúgun sem Bjarni Karlsson telur nauðsynlega  og standa að brottrekstri þeirra kollega hans sem ekki eru sammála honum.  

Dómharði presturinn í Laugarnessókn mætti e.t.v. huga að orðum frelsarans um dóma.  Hann mætti e.t.v. líka íhuga grundvöll og hugmyndir þeirra sem vörðuðu leiðina til almennra mannréttinda. Hann ætti síðan að ígrunda vel hvort að þær hugmyndir sem hann setur fram séu meira í ætt við skoðanakúgun eða virðingu fyrir frjálsum skoðanaskiptum.

Mér var nóg boðið þegar ég sá Laugarnesklerkinn gera aðför að dómstólum landsins. Mér var ofboðið þegar Laugarnesklerkurinn lýsti yfir þeirri girnd sinni að berja Brynjar Níelsson vegna skoðana hans og mér er enn meira ofboðið nú þegar sr. Bjarni Karlsson setur sig í dómarasæti og  krefst að sett verði "Berufsverbot" á sr. Geir Waage sóknarprest í Reykholti.

Sr. Geir Waage vekur athygli á mikilvægu atriði sem skiptir miklu máli fyrir alla sem njóta starfa sinna vegna sérstaks trúnaðar. Þar koma til greina prestar, lögmenn, læknar, sálfræðingar og margar fleiri starfsstéttir. Hversu langt þagnarskylda presta og fleiri starfsstétta skuli ná hefur verið ágreiningsefni um langa hríð. Sr. Geir Waage, Bjarni Karlsson, biskupinn yfir Íslandi eða ég höfum engan einkarétt á sannleikanum í því sambandi. En allir megum við og eigum við að geta haft okkar skoðun án þess að þurfa að þola fasísk viðurlög.


Bloggfærslur 21. ágúst 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 87
  • Sl. viku: 2558
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2358
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband