Leita í fréttum mbl.is

Sagan af vel reknu ísbúðinni

Í sumarblíðunni um daginn fór ég að kaupa ís með lúxusdýfu fyrir ungviðið. Íssalinn minn sem rekur aðgerðarmikla ísbúð sagði mér að hann væri orðinn hálf þreyttur á að puða frá morgni og fram undir miðnætti hvern einasta dag vikunnar og þar sem hann hafði frétt að framtakssjóður Lífeyrissjóðanna ætlaði sér að fjárfesta í góðum fyrirtækjum þá hafði hann leitað hófanna að selja þeim ísbúðina svo hann gæti lifað í vellystingum praktuglega og notið árangurs erfiðis síns.

Íssalinn minn sagði mér að honum hefði verið vísað á dyr vegna þess að fyrirtækið sem hann bauð til sölu væri gott fyrirtæki sem skilaði góðum hagnaði og framtakssjóður lífeyrissjóðina væri ekki til þess  að kaupa einhverjar sjoppur sem skulduðu ekki neitt. Íssalinn hafði greinilega misskilið leikreglurnar í þjóðfélaginu.

Íssalinn minn sagði að þeir hjá framtakssjóðnum hefðu sagt sér að markmið sjóðsins væri að sóa lífeyri landsmanna til að kaupa  fyrirtæki sem skulduðu mikið og reka þau með bullandi hagnaði jafnvel þó engum hefði áður tekist að gera það hvorki í góðæri né illæri. Þeir hjá framtakssjóðnum vildu þannig stuðla að íslenskri atvinnuuppbyggingu, aukinni samkeppni og þjóðlegri framleiðslu.

Íssalinn minn sagðist hafa bent á að framleiðsla hans væri heldur betur þjóðleg, íslenskur ís úr íslenskri mjólk og rjóma sem helsta hráefnið, en á það hafi ekki verið hlustað.  Íssalinn minn sagðist hins vegar vænta þess að vel mundi fara með þennan framtakssjóð þar sem að þeir töframenn héldu nú um sjóðinn sem alltaf hefðu skilað af sér fyrirtækjum sem þeir hefðu komið nálægt í mikilli sókn og mun verðmeiri en þegar þeir komu að þeim hvort heldur þeir hafi verið framkvæmdastjórar fyrirtækjanna eða setið í stjórn þeirra.

Íssalinn minn sagðist því sætta sig við að puða áfram og borga í lífeyrissjóðinn sinn þar sem að sjoppurekstur lífeyrissjóðanna væri mun líklegri til að skila árangri með þessum nýju stjórnendum sem að vísu aldrei hefðu þurft að taka áhættu með eigið fé heldur eingöngu með fé annarra og þeir vissu greinilega ráð til að reka nú vonlaus fyrirtæki með þeim hætti að engin hætta væri á að of mikið safnaðist í lífeyrissjóði landsmanna á næstu áratugum.

Eða voru annars lífeyrissjóðirnir ekki stofnaðir til að standa í áhætturekstri á kostnað lífeyrisþega? Voru lífeyrisþegar einhvern tíma spurðir um þetta? Hafa stjórnendur lífeyrissjóðanna ekki tapað nógu miklu nú þegar?


Bloggfærslur 22. ágúst 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 90
  • Sl. viku: 2558
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2358
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband