Leita í fréttum mbl.is

Sótt ađ ţjóđkirkjunni

Herra biskupinn yfir Íslandi, Karl Sigurbjörnsson hefur veriđ farsćll í starfi. Honum hefur gengiđ vel ađ setja niđur alvarlegar deilur innan kirkjunnar og fara ţann gullna međalveg sem nauđsynlegt er á óróleikatímum.  Karl Sigurbjörnsson er líka góđur kennimađur og skilađi góđu dagsverki sem prestur áđur en hann settist í biskupsstól.

Miđađ viđ ţessa forsögu ţá er ţađ óneitanlega nokkuđ sérstakt ađ talađ sé um ţađ í einhverri alvöru ađ biskupinn eigi ađ segja af sér.  Stjórnandi Kastljóss spurđi biskup ađ ţessu í kvöld og hann svarađi ađ vonum ađ til ţess kćmi ekki.  Ég sé ekki ađ nokkuđ réttlćti ţessa spurningu stjórnandans.

Dregiđ hefur veriđ upp gamalt mál ţar sem sr. Karl Sigurbjörnsson kom ađ ásamt sr. Hjálmari Jónssyni og varđađi fyrrverandi biskup. Hugsanlega hefđu ţeir báđir getađ höndlađ ţađ mál betur en áttu sennilega báđir ađ neita ađ koma ađ málinu í upphafi og benda á ţćr leiđir sem vćru í bođi í réttarríkinu.

En ég get ekki betur séđ en ţeir hafi ákveđiđ ađ ganga erinda fyrir konu sem hafđi veriđ órétti beitt til ađ máliđ fengi ţann endi sem hún ţá óskađi. Ţađ gekk ekki eftir og máliđ var ţá ekki lengur í höndum ţeirra sr. Karls og sr. Hjálmars.  Hvorugur ţeirra var í ţeirri stöđu ađ vera rannsóknarréttur í máli ţáverandi biskups, ţví miđur.  Ţessi viđleitni sr. Hjálmars og sr. Karls til ađ láta gott af sér leiđa ţó ekki tćkist betur til verđur ţví ekki höfđ uppi gegn ţeim međ nokkrum skynsamlegum rökum og ţađ er svo gjörsamlega fráleitt ađ Karl Sigurbjörnsson hafi bakađ sér einhverja ábyrgđ međ ţví ađ freista ţess af góđmennsku sinni ađ láta gott af sér leiđa.

Ţeir eru til sem telja nauđsynlegt ađ veikja allar ţćr stofnanir sem eru hornsteinar réttarríkisins og siđađs ţjóđfélags.  Kirkjan er einn af ţessum hornsteinum. Hún liggur ţví undir árásum ţeirra sem eru í almennum mótmćlum gagnvart ţjóđfélaginu. Kirkjan á einnig ćvarandi óvini í mörgum trúleysingjum sem telja ţađ ćđstu skyldu sína ađ sverta kirkjuna og gera lítiđ úr mikilvćgu starfi hennar.  Af ţeim sökum eru alltaf margir tilbúnir til ađ leggja mikiđ af mörkum til ađ sverta og gera lítiđ úr kirkju og kristindómi.

Kirkjan á ekki ađ hrekjast undan hvađa goluţyt sem er og standa fast á sínu sem sá klettur sem henni er og var ćtlađ ađ vera. En kirkjan verđur ađ bregđast viđ réttmćtum efasemdum um heilindi eigin ţjóna. Ţađ er ţess vegna mikilvćgt ađ mál sem varđa fyrrverandi biskup verđi tekin upp og ţau leidd til lykta međ eđlilegum hćtti á grundvelli ţeirra leikreglna sem gilda í réttarríkinu Íslandi.  Ásakanir á hendur fyrrverandi bískupi eru svo alvarlegar ađ ţađ skiptir máli bćđi fyrir ţá sem hafa ţćr í frammi, kirkjuna og ađra sem ađ koma ađ leiđa ţau farsćllega til lykta eftir ţví sem framast er unnt.

Ég gat ekki skiliđ biskupinn yfir Íslandi Karl Sigurbjörnsson međ öđrum hćtti í kvöld en ţađ vćri einmitt ţađ sem hann ćtlađi sér ađ gera.  Á hann ţá ekki frekar heiđur skiliđ en ađ vandlćtingarsvipann sé látin dynja á honum gjörsamlega ađ ástćđulausu. En engin verđur víst óbarinn biskup.


Bloggfćrslur 23. ágúst 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 91
  • Sl. viku: 2558
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2358
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband