Leita í fréttum mbl.is

Sporin hrćđa

Ţingmannanefnd Atla Gíslasonar til ađ fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alţingis fór fram á ţađ viđ ríkissaksóknara međ bréfi 14.5.s.l. ađ hann tćki mál fjögurra fyrrum embćttismanna til rannsóknar og ákćru eftir atvikum. Í svari ríkissaksóknara  frá 7. júní s.l. kemur fram:

"Niđurstađa setts ríkissaksóknara er sú ađ umfjöllunarefni og ályktanir rannsóknarnefndar Alţingis á köflum 21.5.5. og 21.5.6. gefi ađ svo stöddu ekki tilefni til ađ efna til sakamálarannsóknar á hendur Davíđ Oddssyni, Eiríki Guđnasyni, Ingimundi Friđrikssyni og Jónasi Fr. Jónssyni."

Međ einföldum ábendingum sýndi ríkissaksóknari fram á ţađ í ofangreindu svari sínu ađ ályktanir og ákćrugleđi ţingmannanefndar Atla Gíslasonar ćtti ekki viđ efnisleg rök ađ styđjast.

Í dag ćtlar ţessi sama ţingmannanefnd ađ skila áliti til Alţingis og óneitanlega hrćđa vanhugsuđ óheillaspor sem nefndin hefur ţegar stigiđ.

Jónas Jónsson frá Hriflu var dómsmálaráđherra  á árunum 1927 til 1932, hann hafđi ţá ţađ vald sem dómsmálaráđherra ađ fyrirskipa sakamálarannsóknir gegn mönnum og hafđi einnig ţađ vald ađ ákveđa hvort refsimál skyldi höfđa á hendur fólki.  Atburđir ţessara ára og glögg hugsun og skilningur á mannréttindum varđ til ţess ađ dr. Gunnar Thoroddsen fyrrum prófessor í lögum og forsćtisráđherra flutti frumvarp á Alţingi um opinberan ákćranda og sagđi ţar m.a. í framsögurćđu sinni:

"Ţađ hefur geysimikla ţýđingu í hverra höndum ákćruvaldiđ er og hvernig međ ţađ er fariđ. Ţađ er hin mesta nauđsyn, ađ ţađ sé í höndum góđra og réttsýnna manna og ađ  ţví sé beitt međ fullu rétlćti. Í međferđ ţessa er tvenns ađ gćta. Annars vegar, ađ ţví sé beitt gegn öllum ţeim, sem glćpi hafa drýgt, og hins vegar, ađ ţví sé ekki beitt gegn saklausum mönnum.

Ţađ getur haft geigvćnleg áhrif, ef mađur er ákćrđur fyrir afbrot, sem hann er alsaklaus af, jafnvel ţótt hann verđi sýknađur ađ lokum. Ákćran ein, međ öllum ţeim réttarhöldum og vitnaleiđslum, varđhaldi, yfirheyrslum og umtali manna ímilli sem sakamálarannsókn eru samfara getur gert honum slíkt tjón, bćđi andlega og efnalega ađ hann bíđi ţess seint bćtur."

Óneitanlega hefur nefnd Atla Gíslasonar ţegar komiđ fram međ tilmćli og ábendingar sem benda til ađ alla vega vilji meiri hluta nefndarinnar sé ađ koma á pólitískum réttarhöldum jafnvel ţó ađ formađur nefndarinnar hljóti ađ átta sig á ađ lögin um Landsdóm eru úrelt og standast ekki ákvćđi laga nr. 62/1994  um  mannréttindasáttmála Evrópu sbr. m.a. 2.gr samningsviđauka nr. 7. Einnig mćtti nefna ákvćđi 1. mgr. 6 gr. samningsins og fleira.

Verđi ţađ raunin ađ Alţingi ákveđi ađ efna til pólitískra réttarhalda, sem ég tel einsýnt ađ muni enda međ mikilli sneypuför ţess ákćruvalds, ţá má búast viđ aukinni lausung í ţjóđfélaginu og aukinni hćttu á pólitískum hefndarađgerđum gegn pólitískum andstćđingum. 

Ákvćđi um ráđherraábyrgđ og lögin um Landsdóm voru sett til ađ reyna ađ fyrirbyggja ţađ fyrst og fremst ađ ráđherra misbeitti valdi sínu eđa afvegaleiddi löggjafarvaldiđ međ röngum upplýsingum. Resiábyrgđ ráđherra byggist ekki á ţví ađ hann hefđi getađ gert betur á grundvelli síđari tíma skýringa.

Óneitanlega óttast ég ţađ ađ Alţingi setji enn meira niđur viđ međferđ ţessa máls en orđiđ er nú ţegar.  Samt sem áđur vonast ég til ađ Alţingismenn láti ekki ímyndađa stundarhagsmuni og pópúlisma byrgja sér sýn eđa taki ómálefnalega afstöđu sem getur kostađ ríkiđ mikil útgjöld og álitshnekki ţegar upp er stađiđ.

Pólitískt vald á ekki ađ ákveđa saksókn eđa réttarhöld. Međan ákćruvaldi um ráđherraábyrgđ hefur ekki veriđ komiđ úr höndum pólitíska valdsins ţá verđur ţví ekki beitt svo vel fari. Alţingismenn ćttu ţví ađ sammćlast um ađ setja nútímaleg ákvćđi um ráđherraábyrgđ og Landsdóm sem standast ţćr kröfur sem nú eru gerđar varđandi ákćrur og málsmeđferđ í sakamálum. 

Ţegar grannt er skođađ eru engar forsendur til ađ höfđa mál á hendur ţeim fjórum fyrrverandi ráđherrum sem nafngreindir hafa veriđ í fréttum.  Ákćrur á hendur ţeim munu ţví byggjast á pólitísku mati og friđţćgingarađgerđum ađ hćtti stjórnvalda í ríkjum sem viđ teljum okkur ekki eiga samleiđ međ.


Bloggfćrslur 11. september 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 10
  • Sl. sólarhring: 87
  • Sl. viku: 2568
  • Frá upphafi: 2562166

Annađ

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 2368
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband