Leita í fréttum mbl.is

Vaxtadómur

Mér þykir líklegt að Hæstiréttur kveði upp dóm í svonefndu vaxtamáli á morgun fimmtudag.

Í kvöld var kynnt árshlutauppgjör Arion banka fyrir fyrstu 6 mánuði ársins 2010 en skv. því er arðsemi eigin fjár yfir 17% og hagnaður bankans er tugur milljarða.  Nýlega skilaði Íslandsbanki álíka uppgjöri. Það er því ljóst að bankarnir þola að fólkið í landinu búi við svipuð lánakjör og fólk í nágrannalöndum okkar.

Ég á ekki von á öðru en að Hæstiréttur staðfesti ákvæði staðalsamninga um svonefnd gengislán um vexti og hnekki héraðsdómnum hvað það varðar. 

Með því að dæma neytendum í vil í þessu máli gerir það fólki og fyrirtækjum sem tóku slík lán kleyft að standa við skuldbindingar sínar og búa við lánakjör sem eru sambærileg lánakjörum sem eru í okkar heimshluta.  Slíkur dómur gerir þá líka kröfu til að verðtryggðu lánin verði leiðrétt þegar í stað og rán verðtryggingarinnar verði ekki látið viðgangast lengur.

Ljóst er miðað við árshlutauppgjör bankanna að það er hægt að koma á lánakerfi á Íslandi sem býður fólki upp á sambærileg kjör og gilda í nágrannalöndum okkar. Allt annað er óþolandi og leiðir til þess að engin sátt getur orðið í þjóðfélaginu. 

Þjófur verðtryggingarinnar má ekki lengur leika lausum hala og stela eignum fólksins í landinu. 


Bloggfærslur 15. september 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 85
  • Sl. viku: 2561
  • Frá upphafi: 2562159

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 2361
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband