Leita í fréttum mbl.is

Með hreina samvisku

Atli Gíslason er búinn að taka það fram 73 sinnum í dag, að hann sé með hreina samvisku. Það hvarflar að manni þegar svona er talað að maðkur sé  í mysunni eða á önglinum þegar slíkt er bannað.

Ákærur þær sem Atli Gíslason mælir fyrir á hendur nokkrum fyrrverandi ráðherrum snúast ekkert um samvisku Atla enda þar um matskennda viðmiðun að ræða og kemur málinu ekkert við. 

Athyglivert var að hlusta á Þór Saari og Birgittu Jónsdóttur halda því fram að krafa þingmanna um að fá að sjá öll gögn, sem lægu til grundvallar kærutillögunum,  væri fráleit. Þeim fannst formlegheitin alveg fáránleg. Formlegheitin eru samt umgjörð um mannréttindi.

Athyglivert að fylgjast með þingmönnum Hreyfingarinnar og Vinstri grænna sem eru búnir að taka afstöðu án þess að skoða öll gögn. Hvikasti talsmaður þessa fólks Steingrímur J. Sigfússon talaði með sama hætti og þau Þór og Birgitta og vísaði enn til þess að nefnd flokksbróður hans Atla hefði unnið gott starf og það þyrfti ekki frekari vitnanna við.   

Vonandi sjá þingmenn Samfylkingarinnar og Framsóknar að þeir hafa verið leiddir út á vafasamar brautir með því að ljá máls á þeim pólitísku ákærum sem Atli Gíslason og Steingrímur J. Sigfússon berjast nú sem hatrammast fyrir ásamt allt of mörgum nytsömum sakleysingjum.

Hver á síðan að bera ábyrgð á kærunum. Mun Atli Gíslason axla ábyrgð á því þegar þeir sem hann kærir verða sýknaðir? Hvorki hann né Steingrímur munu greiða þær bætur, ríkið verður að greiða þær.

Þegar upp verður staðið hvað sem tautar og raular mun Atli Gíslason segja. Já en ég er með hreina samvisku. En samviska Atla Gíslasonar alþingismanns borgar ekki  þær hundruðir milljóna sem kærur hans munu kosta þjóðina komi til þeirra.


Bloggfærslur 17. september 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 21
  • Sl. sólarhring: 83
  • Sl. viku: 2579
  • Frá upphafi: 2562177

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 2377
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband