Leita í fréttum mbl.is

Sjáandi sjá þau ekki. Heyrandi heyra þau ekki.

Forsætis- og fjármálaráðherra virðast hvorki sjá né heyra mikilvægustu skilaboðin um það sem er að gerast í þjóðfélaginu. Í gær hélt Jóhanna Sigurðardóttir dæmalausustu ræðu sem nokkur forsætisráðherra hefur haldið í samræmi við greinaflokk fjármálaráðherra  "Landið tekur að rísa".

Stundum hefur þjóðin átt  talnaglöggt fólk eins og á sínum tíma Sölva Helgason sem reiknaði barn í konu. Einnig áreiðanlegt fólk eins og Vellygna Bjarna sem sagði m.a. sögur  af því  þegar hann atti kappi við Drottinn allsherjar og hafði að sjálfsögðu betur.

Yfirlýsingar og hreystiyrði  Jóhönnu og Steingríms um hve vel miði og allt sé nú með öðrum tón en áður í fjötrum Íhalds og Framsóknar eru í góðu samræmi við reikningskúnstir Sölva Helgasonar og frásagnir Vellygna Bjarna.

Hagstofan segir okkur samt að um samfellt samdráttarskeið hafi verið að ræða árið 2009 og fyrstu mánuði ársins 2010. Samdráttur landsframleiðslu árið 2009 varð 6.8% og fyrstu 6 mánuði ársins 2010 er samdráttur landsframleiðslu 7.3%.  Það þýðir líka að lífskjörin í dag eru að verulegu leyti skuldsett annars væru þau til muna verri vegna þessa gríðarlega samdráttar.

Þjóðir heims miða við að sé landsframleiðsla neikvæð í 3 mánuði í röð þá sé kreppuástand. Hér hefur samdráttur landsframleiðslu verið samfelldur í 18 mánuði en Jóhanna og Steingrímur tala um það sem sérstakan árangur ríkisstjórnarinnar.

Því miður er að sannast að kreppan verður verri en hún hefði þurft að vera vegna óhæfrar ríkisstjórnar. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá er ástandið grafalvarlegt því miður.

http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2010/09/03/3_1_prosent_samdrattur/

 


Bloggfærslur 3. september 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 13
  • Sl. sólarhring: 86
  • Sl. viku: 2571
  • Frá upphafi: 2562169

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 2371
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband