Leita í fréttum mbl.is

Formaður Framsóknarflokksins og þjóðkirkjan

Formaður Framsóknarflokksins skrifar góða og athygliverða grein í Morgunblaðið í dag um þá storma sem geisað hafa um þjóðkirkjuna undanfarnar þrjár vikur. Þar vekur hann m.a. athygli á því með hvaða hætti og ómaklega hafi verið vegið að sr. Geir Waage vegna tímabærrar umfjöllunar hans um trúnaðarskylduna og ómaklega hafi verið vegið að kirkjunni og einstökum forustumönnum hennar í umræðunni undanfarið.

Formaður Framsóknarflokksins varar við upplausninni í þjóðfélaginu og bendir á mikilvægi kirkjunnar sem þjóðfélagsstofnunar.

Búast hefði mátt við því að forsætisráðherra tæki til máls með þeim hætti sem formaður Framsóknarflokksins gerir nú, en hún kaus að vega að kirkjunni þegar harðast var sótt að henni. Sú framganga forsætisráðherra var henni jafnmikið til skammar og skrif formanns Framsóknarflokksins um málefni kirkjunnar eru honum til sóma.


Bloggfærslur 4. september 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 13
  • Sl. sólarhring: 89
  • Sl. viku: 2571
  • Frá upphafi: 2562169

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 2371
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband