Leita í fréttum mbl.is

Ábyrgðarlaus

Stuttu eftir að forsætisráðherra lýsti yfir stuðningi við Gylfa Magnússon sem ráðherra lét hún hann taka pokann sinn. Stuttum ráherraferli svonefnds fagráðherra Gylfa Magnússonar er lokið og það með jafnmiklum ósóma og hinn fagráðherrann Ragna Árnadóttir gegndi sínu ráðherraembætti með miklum sóma.

Forsætisráðherra lá á að gera breytingar á ríkisstjórninni vegna þess að vantraust Alþingis á Gylfa Magnússon var yfirvofandi vegna þess að hann sagði bæði þingi og þjóð ítrekað ósatt. Auk heldur var Gylfi verklítill sem ráðherra. 

Gylfi Magnússon gerði hins vegar nokkra hluti sem orka mjög tvímælis svo ekki sé meira sagt. Þar koma helst til skoðunar ákvarðanir og aðgerðir ráðherrans varðandi það að fella SPRON og Straum fjárfestingarbanka. Eftir því sem séð verður þá var það rangt að fella SPRON og beinlínis skemmdarverk að fella Straum fjárfestingarbanka.

En Gylfi verður ekki sóttur til saka. Hann er í hópi ábyrgðarlausra. Alþingi fær ekki tækifæri til að greiða atkvæði um vantrausttillögu á hann sem boðuð var. Hann verður ekki sóttur til saka fyrir að gera ekki neitt varðandi ofurlaun skilanefndarfólks eins og hann ræddi um í janúar s.l. og oftar að nauðsyn bæri til að taka á.  Hann verður ekki sóttur til saka fyrir vanrækslu í starfi með því að gera ekki ráðstafanir þegar honum mátti vera ljóst að rökstuddur vafi lék á því hvort gengislánin svonefndu stæðust eða ekki.

Væntanlega gefst Gylfa Magnússyni nú tækifæri til að rifja upp ummæli sín frá þeim tíma þegar hann var róttækur mótmælandi á fundum Harðar Torfasonar á Austurvelli og velta því fyrir sér hvort það hafi verið sami maðurinn sem talaði á þeim fundum og sá sem síðar varð viðskiptaráðherra með sama nafni.


Bloggfærslur 5. september 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 21
  • Sl. sólarhring: 83
  • Sl. viku: 2579
  • Frá upphafi: 2562177

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 2377
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband