Leita í fréttum mbl.is

Byrjar litla ísöldin árið 2014

Fremsti sérfræðingur Rússa  í geimrannsóknum spáir því að "Litla ísöldin" muni hefjast árið 2014.

Dr. Habibullo Abdussamatov yfirmaður geimrannsóknastöðvarinnar Pulkovo  í St. Pétursborg sagði á ráðstefnu í Chicago í maí 2010 að við værum á leið inn í kólnandi veður. Abdussamatov sagði fyrir um minnkandi virkni sólbletta strax árið 2003 sem mundi verða í hámarki 2042 sem mundi valda mikilli kólnun í heiminum og lágmarkið þ.e. mestu frostin yrðu á árunum 2055-2060.

Litla Ísöldin eins og hún var kölluð er talin hafa staðið í meir en  200 ár eða  frá 16.öld og fram á 19.öld og hafa byrjað um 1650 en látið undan um 1850

Þau Obama og Angela Merkel hafa tekið draugasögurnar um hnattræna hlýnun sem heilagan sannleik og Evrópusambandið hefur ákveðið mikil gjöld á flutningatæki sérstaklega flugvélar sem mun leiða til mikilla hækkana á farmiðaverði og samdrátt í ferðamennsku. Auk þess hafa verið lagðar miklar álögur á framleiðslufyrirtæki og komið í veg fyrir nýiðnað vegna átrúnaðarins. Allt hefur þetta leitt til samdráttar og aukins atvinnuleysis nú þegar. Er einhver ástæða til að greiða þetta gjald?

Ekki kann ég að greina hvort Abdussamatov hafi rétt fyrir sér eða ekki. Vona að svo sé ekki. Hitt er næsta víst að við mennirnir höfum mjög takmörkuð áhrif á hnattræna hlýnun eða loftslagsbreytingar. Ef eitthvað er þá getum við með öllum okkar útblæstri ef til vill mildað áhrif Litlu Ísaldarinnar sem á að bresta á eftir nokkur ár. 

Íbúar Skandinavíu hljóta að velta fyrir sér hvort spádómarnir um hnattrænu hlýnunina eig við nokkur rök að styðjast, en síðasti desember var kaldasti mánuður sem mælst hefur í Svíþjóð


Bloggfærslur 10. janúar 2011

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 21
  • Sl. sólarhring: 791
  • Sl. viku: 2677
  • Frá upphafi: 2563479

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 2489
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband