Leita í fréttum mbl.is

Dýr verður Steingrímur allur

Steingrímur J. Sigfússon ætlar að setja 14 milljarða í að endurreisa Sparisjóð Keflavíkur. Síðan ætlar hann að setja álíka fjárhæð í að endurreisa Byr og eitthvað lægri fjárhæð í að halda við og endurreisa aðra sparisjóði. Alls má því búast við að Steingrímur og sporgöngumenn hans leggi allt að 30 milljarða af ríkisins fé til Sparisjóðanna.

Engin þörf er á því að leggja  sparisjóðum til allt að 30 milljörðum frá skattgreiðendum. Nú þegar eru fjármálafyrirtæki of mörg. Framlag fjármálaráðherra er dæmi um bruðl, spillingu og misbeiting valds.

Þetta bætist ofan á það sem Steingrímur hefur þegar til saka unnið. Má minna á framlagið til VBS, Saga Capitla og  Sjóvá-Almennar tryggingar. Með öllu nema  þarflausar og að hluta til heimildarlausar greiðslur Steingríms úr ríkissjóði sem hér eru taldar um 80 milljörðum króna.

Á sama tíma fannst Steingrími nauðsynlegt að fella SPRON og Straum fjárfestingabanka, sem mátti auðveldlega bjarga. 

Dettur einhverjum í hug að ekki ráði för hjá fjármálaráðherra pólitísk hentistefna og pólitísk  fyrirgreiðsla.


Bloggfærslur 13. janúar 2011

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 27
  • Sl. sólarhring: 793
  • Sl. viku: 2683
  • Frá upphafi: 2563485

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 2494
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband