Leita í fréttum mbl.is

Réttlæting ofbeldis

Það var annkannanlegt að hlusta á þáttastjórnanda í morgunútvarpi Rásar 2, tala um það sem afsökun fyrir manndrápstilraun við Players um helgina, að það væri svo mikil reiði í þjóðfélaginu.  

Ég vona að þessi annars ágæti útvarpsmaður biðjist afsökunar á svona bulli þegar færi gefst.

Það er aldrei afsökun að ráðast á annað fólk og misþyrma því. Hvað þá að sparka ítrekað í höfuð á liggjandi fólki.  Slíkt hefur leitt til varanlegra örkumla ef til vill dauða.

Áður fyrr gátu menn látið hnefana tala, en þeim viðskiptum lauk þegar annar lét undan síga eða féll. Nú gerist það aftur og aftur að hópur fólks ræðst að liggjandi bjargarlausum einstaklingi með höggum og spörkum. Það er ógeðslegt og óverjandi.

Fjölmiðlafólkið ætti að hætta að tala um reiðina í þjóðfélaginu eða vísa til hennar sem afsökun fyrir afbrigðilegri og andfélagslegri hegðun.  Það er bull í þágu ofbeldisfólks, bófa og drullusokka.

Fjölmiðlafólk þarf jafnan að gera sér grein fyrir hvað mikla ábyrgð það ber. Við mundum ekki búa í jafnafgerandi bullukollusamkomfélagi og raun ber vitni ef við hefðum fleiri fjölmiðla og fjölmiðlafólk sem gerði sér grein fyrir ábyrgð sinni og mikilvægi þess að leggja mál fyrir af skynsemi.

 


Bloggfærslur 18. janúar 2011

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 6
  • Sl. sólarhring: 795
  • Sl. viku: 2662
  • Frá upphafi: 2563464

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 2475
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband