Leita í fréttum mbl.is

Mokað í flórinn

Einu sinni var viðmiðun í frjálsum atvinnurekstri að eigendurnir bæru ábyrgð á rekstrinum. Nytu arðsins ef vel gengi, en töpuðu ef illa gengi. Önnur viðmiðun varð upp úr 2002. Þá tóku eigendur margra  fyrirtækja arð út úr þeim jafnvel þó að fyrirtækin væru rekin með tapi. Óábyrg lánastarfsemi banka og vafasamar bókfærslur endurskoðenda urðu til þess að þetta leit vel út.

Nýlega benti Ólafur B. Thors fyrrverandi forstjóri Sjóvá-Almennra trygginga á með hvaða hætti fyrirtækið hefði verið rekið meðan hann hélt um stjórnvölin og lýsti furðu á því að þeir hlutir hefðu gerst sem gerðust í rekstri fyrirtækisins eftir það og hvað bæri að varast.

Ætla hefði mátt að einhver hefði lært eitthvað af öllu þessu en svo er ekki. Bent hefur verið á dæmi þar sem bankarnir fella niður milljarða skuldir en keyra aðra í þrot.  Í samræmi við það fyrirkomulag var eðlilegt að nútíma eigandi fyrirtækis skyldi flytja þessa ræðu (stílfærða) fyrir nokkru.

Það er ómögulegt að standa í einkarekstri meðan bankinn afgreiðir ekki hlutina. Það er gjörsamlega óviðunandi að þurfa að vera í þessari óvissu þegar maður er með yfir hundrað manns í vinnu. Við erum búin að bíða eftir aðgerðum bankans í tæp tvö ár. Þetta er óþolandi fyrir fyrirtæki sem veitir svona mörgum vinnu.

Af umræðum sem fóru fram í kjölfar þessarar orðræðu var ljóst að samúð þeirra sem tjáðu sig um málið var hjá þeim stórhuga athafnamanni sem þarna talaði og viðskiptabankanum var formælt.

Við skoðun á reikningum fyrirtækisins mátti sjá að fyrirtækið var rekið með glórulausu tapi undanfarin ár. Heildarskuldir þess eru  tveir milljarðar og tapið síðustu 3 ár nam rúmum milljarði. Samt höfðu eigendur fyrirtækisins tekið út 200 milljónir í  arð á sama tíma. 

Er það ekki einmitt svona svona fólk sem á að halda áfram að stjórna fyrirtækjum landsins?

Er ekki hin sanna markaðshyggja nútímans fólgin í því að allir beri ábyrgð aðrir en eigandinn og allir leggi fram fé í fyrirtækið nema eigendur? 

Yfirsást einhverjum eitthvað einhversstaðar í þessu þjóðfélagi?  Með því að halda svona starfsemi gangandi út og suður er þá ekki verið að moka í flórinn áfram í stað þess sem átti að gera?


Bloggfærslur 23. janúar 2011

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 8
  • Sl. sólarhring: 795
  • Sl. viku: 2664
  • Frá upphafi: 2563466

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 2477
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband