Leita í fréttum mbl.is

Mariu Salamovu vísað úr landi í Noregi.

Ungri konu Mariu Salamovu sem flúði frá Rússlandi til Finnlands og þaðan til Noregs rétt upp úr aldamótum hefur verið vísað úr  landinu og sett upp í flugvél sem á að flytja hana til Rússlands. Maria er ekki með nein tengsl við Rússland. Hún er með tengsl við Noreg og talar norsku.

Maria Salamova hefur getið sér gott orð sem rithöfundur og mér vitanlega hefur hún fallið vel inn í norskt þjóðlíf og gert sér far um að vera góður Norðamaður þó hún sé ólöglegur innflytjandi.

Vanamálið með ólöglega innflytjendur er m.a.  að ekki er tekið á málum þeirra strax, en þeim mun meiri sem tengsl þeirra verða við landið sem þeir flytja til þeirm mun erfiðarar er að taka á málinu þannig að réttlætinu sé fullnægt. Í máli Mariu er ekki verið að fullnægja neinu réttlæti úr því sem komið er.

Norðmönnum er  vorkunn þar sem þeir hafa á síðustu árum orðið illa úti úr Múslima plágunni sem sækir á þá úr öllum áttum eftir að þeir ætluðu á síðasta áratug síðustu aldar og í byrjun þessarar að vera gott gistiríki fyrir fólk sem þeir töldu að ætti bágt. Afleðingarnar hafa verið þær að nú hafa Norðmenn heldur betur breytt um stefnu og átta sig á að það er ekki hægt að rétta þessu fólki litla fingurinn og ólöglegur flóttamenn sem ferðast yfir hálfan hnöttinn án vegabréfs þegar þeir koma til Noregs eru ekki flóttamenn.

Samt sem áður þá er það slæmt að þessi vonda reynsla Norðmanna af því að vera með léttúð í innflytjendamálum skuli bitna á þeim sem síst skyldi og í þessu tilviki þá er það ósæmilegt að vísa Mariu Salamovu úr landi.


Bloggfærslur 24. janúar 2011

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 14
  • Sl. sólarhring: 795
  • Sl. viku: 2670
  • Frá upphafi: 2563472

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 2483
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband