Leita í fréttum mbl.is

Jóhanna ábyrgðin er þín ekki íhaldsins

Óneitanlega var leiðinlegt að sjá til Jóhönnu Sigurðardóttur í lokaræðu hennar við umræður á Alþingi í gær um dóm Hæstaréttar vegna kosninga til stjórnlagaþings. Þar missti forsætisráðherra sig gjörsamlega og murraði út úr sér tilefnislausum upphrópunum um illsku íhaldsins, sem hafði ekkert með það mál að gera sem Alþingi kom saman til að ræða. Þessi ræða forsætisráðherra var jafn ómerkileg eins og ræða formanns Framsóknarflokksins var merkileg, þar sem fram komu hugmyndir um eðlileg viðbrögð löggjafans við þeim sorglegu tíðindum að kosning til stjórnlagaþings hafði verið ógilt.

Jóhanna Sigurðardóttir tók við ríkisstjórn og talaði um breytta stjórnarhætti og allir þyrftu að axla ábyrgð gerða sinna.  Eðlilegt væri að Jóhanna hugleiddi það núna hvað hana sjálfa varðar.

Jóhanna Sigurðardóttir var helsti forgöngumaður og flutningsmaður frumvarps um stjórnlagaþing. Reglurnar sem mótaðar voru um stjórnlagaþing og kosningar til þess voru frá henni komnar og unnar af helstu ráðgjöfum og vildarvinum hennar. Nú þegar fyrir liggur að löggjöfin sem Jóhanna ber ábyrgð á og ágallar við framkvæmd kosninganna sem Jóhanna ber framar öðrum ráðherrum ábyrgð á vegna aðkomu sinnar að málinu, þá er eðlilegt að spurt sé hvort Jóhanna eigi ekki að axla ábyrgð á málinu.

Það er alvarlegur hlutur að gangast fyrir kosningum þar sem 25 einstaklingar eru kosnir úr hópi rúmlega 500 frambjóðenda sem dæmdar eru ógildar. það er alvarlegur hlutur að gangast fyrir setningu laga sem fá að hluta til falleinkun hjá Hæstarétti. Það er líka alvarlegur hlutur að framkvæma kosningar með þeim hætti að ekki séu samrýmanlegar lögum.

Í samræmi við fyrri yfirlýsingar sínar ætti Jóhanna Sigurðardóttir nú að axla ábyrgð með þeim eina hætti sem stjórnmálamenn geta sýnt að þeir axli ábyrgð.

Þeir segja af sér.


Bloggfærslur 26. janúar 2011

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 7
  • Sl. sólarhring: 794
  • Sl. viku: 2663
  • Frá upphafi: 2563465

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 2476
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband