Leita í fréttum mbl.is

Jöklar stækka en minnka ekki samkvæmt nýrri rannsókn

Fyrir 2 árum birtist skýrsla rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar vegna hnattrænnar hlýnunar. Skv. skýrslunni  var bráðnun jökla í Himalaya fjallgarðinum svo mikil að hnattræn vá var yfirvofandi. Jöklarnir mundu hverfa á næstu 25 árum.  Síðar kom í ljós að skýrsluhöfundar höfðu hagrætt staðreyndum.  Með öðrum orðum sagt ósatt.

Sameinuðu þjóðirnar fengu því sérfræðinga til að kanna málið. Niðurstaða þeirra liggur fyrir og hún sýnir að meir en helmingur jökla í Karakorum sé að vaxa en ekki minnka. Nýja rannsóknin er unnin af sérfræðingum frá háskólum í Kaliforníu og Potsdam. Niðurstaða þeirra er einnig sú að hnattræn hlýnun hafi ekki úrslitaáhrif á það hvort jöklar vaxa eða minnka.

Rannsakaðir voru 286 jöklar á milli Hindu Kush og landamæra Afghanistan-Pakistan við Bhutan og tók til sex svæða. Fyrirliði rannsóknarhópsins Dr. Bookhagen segir í skýrslunni að komið hafi í ljós að það sé engin dæmigerður jökull til  í Himalaya.  Afkoma þeirra er mjög mismunandi.

Óneitanlega vekur þessi nýja skýrsla vaxandi efasemdir um gildi fyrri rannsókna og niðurstöður um vaxandi hnattræna hlýnun af mannavöldum.

Gripið hefur verið til kostnaðarsamra aðgerða sem  draga úr framleiðslu og hagvexti vegna átrúnaðarins á hnattræna hlýnun af mannavöldum.  Miðað við síðustu rannsóknir  er rétt að staldra við og vinna að auknum hagvexti og bættum lífskjörum m.a. með því að afnema lög sem takmarka framleiðslu á grundvelli þeirrar pólitísku veðurfræði, að hnattræn hlýnun sé af mannavöldum. 


Bloggfærslur 27. janúar 2011

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 5
  • Sl. sólarhring: 797
  • Sl. viku: 2661
  • Frá upphafi: 2563463

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 2475
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband