Leita í fréttum mbl.is

Ok flokksræðisins

Uppreisnarfólkið í þingflokki Vinstri grænna hefur beygt sig undir ok flokksræðisins.

Atli Gísla, Lilja Móses og Ásmundur Einar, hafa undanfarið lýst flokksræðinu og svikum flokksforustunnar við hugsjónir Vinstri Grænna. Í samræmi við þær hugsjónir greiddu þau ekki atkvæði með fjárlagafrumvarpinu af því að ríkissjóðshallinn var ekki nógu mikill að þeirra mati.

Flokksforustan sendi þremenningunum tóninn fyrir jól og þau svöruðu fullum hálsi og töluðu um flokksræði, svik við stefnu flokksins og foringjaræði.  Fólkið í landinu bjóst því við miklum átakafundi í gær þegar þingflokkur Vinstri grænna kom saman í vistaverum sínum í gömlu Moggahöllinni. Búast mátti við að gustmikil Lilja stormaði af fundi og fasprúður Atli færi en samt ekki eins óðslega

Þegar leið að kvöldi varð ljóst að hinir "baráttuglöðu og  husjónaríku" þingmenn Vinstri grænna, Atli, Lilja og Ásmundur höfuð játast undir ok flokksræðisins og samþykkt að ganga í takt framvegis undir styrkri stjórn flokksræðisins og foringjans. Yfirlýsingarnar um stefnufestu og svik við stefnu flokksins voru foknar út í veður og vind. Með einbeittum vilja beygðu uppreisnarliðarnir sig undir okið.

Nú vita menn  og það opinberaðist í gær, að munurinn á Atla Gíslasyni, Ásmundi Einari og Lilju Mósesdóttur og tígrísdýrum er sá að þau eru pappírstígrísdýr og tannlaus þegar kemur að því að standa við stóru orðin og þær hugsjónir sem þau segja sér kærari en nokkuð annað.

 

 


Bloggfærslur 6. janúar 2011

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 25
  • Sl. sólarhring: 793
  • Sl. viku: 2681
  • Frá upphafi: 2563483

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 2492
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband