Leita í fréttum mbl.is

Saklaus ráðherra

Tveim dögum eftir að Svandís Svavarsdóttir var dæmd í Hæstarétti fyrir lögbrot, lýsti hún því yfir að hún hefði ekki brotið lög.  Sama gerði forsætisráðherra deginum áður og sagði raunar með affluttu orðalagi að lögbrot Svandísar væru ekki lögbrot af því að þau væru stefna ríkisstjórnarinnar

Svandís umhverfisráðherra segist ekki hafa brotið lög heldur sé um túlkunarágreining að ræða. 

Metúsalem  vinur minn Þórgnýsson sem nýlega var dæmdur fyrir skattsvik í Hæstarétti og gert að sæta fangelsisrefsingu er nú harla feginn og segist ekki hafa brotið lög þrátt fyrir dóm Hæstaréttar þar sem um réttarágreining hafi verið að ræða. Það hvarflar ekki að Metúsalem að hlýta kalli yfirvalda að mæta til úttektar á fangelsisdómnum þar sem hann er saklaus miðað við skýringar umhverfisráðhera á íslenskum réttarreglum.

Hvorki umhverfisráðherra né forsætisráðherra átta sig á  grundvallarreglu íslenskrar stjórnskipunar um  þrískiptinu valdsins og dómstólar fari með dómsvaldið. Þær hafa líka hamast á því að halda skuli stjórnlagaþing og hafa tekið undir það að stjórnarskráin sé með einum eða öðrum hætti völd að bankahruninu árið 2008. Þetta er í sjálfu sér eðlilegt miðað við vanþekkingu þeirra á stjórnarskránni sem m.a.  birtist í ofangreindum ummælum þeirra.

En svíkur minni mitt þegar ég rifja það upp að það var Jóhanna sem sagði við myndun ríkisstjórnarinnar að nú mundu menn þurfa að axla ábyrgð á verkum sínum? 


Bloggfærslur 12. febrúar 2011

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 42
  • Sl. sólarhring: 786
  • Sl. viku: 2698
  • Frá upphafi: 2563500

Annað

  • Innlit í dag: 37
  • Innlit sl. viku: 2508
  • Gestir í dag: 37
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband