Leita í fréttum mbl.is

Mútufé Marðar

Merði Árnasyni er margt til lista lagt en sumt ferst honum miður. Þannig gengur honum illa að vera góður sósíaldemókrat og bak við þá grímu skín iðulega í kunnuglegt andlit byltingaflokksins sem Mörður Árnason sór hollustu sína í árdaga pólitísks ferils síns.

Í málsvörn sinni fyrir sakfelldan umhverfisráðherra grípur Mörður til þess að túlka lögin að vild og hikar ekki við að túlka þau andstætt dómi Hæstaréttar í málinu. Eins og  andlegur foringi  byltingarflokksins sagði.  "Félagar okkur finnst þetta vera lögin þá eru þetta lögin." Þetta varð heimspeki þursaveldanna um miðja síðustu öld.

Mörður Árnason hélt því fram í dag að Landsvirkjun hefði borið mútur á stjórn sveitarfélags í Árnessýslu.  Sé þetta rétt þá eru þeir embættismenn Landsvirkunar sem það gerðu og þeir sem tóku við mútunum sekir um refisverða háttsemi. Sé þetta rangt þá hefur Mörður  gerst sekur um refsiverða háttsemi fyrir að bera rangar sakir á fólk.

Þó stundum sé langt til seilst í málsvörn  þá eru þó takmörk fyrir öllu. Þess vegna Mörður ber þér annað hvort að draga ummæli þín til baka og biðjast hlutaðeigandi einstaklinga afsökunar á þeim eða leggja fram kæru á hendur hinum seku. 

Hvað svo sem þú gerir Mörður þá værir þú maður að meiri að ljúka þessu máli þér til sóma og þá væri þínum þætti í málinu lokið. Þú berð ekki ábyrgð á Svandísi þegar öllur er á botninn hvolft.

Flumbrugang og lögleysu Svandísar Svavarsdóttur er ekki hægt að verja.


Bloggfærslur 13. febrúar 2011

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 43
  • Sl. sólarhring: 785
  • Sl. viku: 2699
  • Frá upphafi: 2563501

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 2509
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband