Leita í fréttum mbl.is

Dómur í máli óeirðafólks

Það hlítur að hafa verið áfall fyrir Ragnar Aðalsteinsson höfuðverjandann í máli 9 menninganna að Icesave skyldi skyggja á hann þegar dómur var loksins upp kveðinn.  Raunar getur Ragnar sjálfum sér um kennt. Hann hefur tafið málið á alla lund og sett Íslandmet í að kæra ákvarðanir og úrskurði til Hæstaréttar.  Í málinu setti Ragnar líka Íslandsmet í að tapa málunum í  Hæstarétti.  Alltaf gapti ríkissjónvarpið ofan í lögmanninn þegar hann gerði grein fyrir því hvað héraðsdómari væri fákunnandi í lögum en ekkert heyrðist í RÚV þegar Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu þessa "fákunnandi" héraðsdómara.

Eftir að málinu hafði verið haldið í gíslingu af Ragnari Aðalsteinssyni, aðstandendum ákærðu, nytsömum sakleysingjum  og nokkrum pólitískum lukkuriddurum, komst héraðsdómari að niðurstöðu sem við mátti búast allan tímann, miðað við það klúður sem var í málsmeðferðinni og þess með hvaða hætti tekið er á óeirðarfólki og aðsópsmönnum í íslensku samfélagi.

Sumir hafa haldið því fram að það væri óeðlilegt að rétta yfir þessum krökkum meðan októberglæpamennirnir frá 2008 ganga lausir og eru enn að stjórna leynt og ljóst fyrirtækjum og fjármálalífi í landinu.  Hér skal tekið undir það sjónarmið að það er með öllu óþolandi og raunar óskiljanlegt, að mál skuli ganga jafn hægt og illa hjá sérstökum saksóknara og raun ber vitni. Það breytir þó engu um sekt eða sakleysi 9 menninganna svonefndu.

Það hlítur þó að vera umhugsunarefni fyrir þá sem krefjast réttlætis í þessu þjóðféalgi hvað lengi og mikið hægt er að tefja framgang dómsmála með furðulegheitum og skringimálflutningi í einföldu máli eins og máli 9 menninganna. Það gefur því miður ekki vonir um hraða málsmeðferð þegar farið verður að rétta yfir fólki sem er enn ráðandi í fjármálalífi þjóðarinnar og tæmdi banka, sjóði og fyrirtæki þannig að lengra varð ekki haldið í október 2008. 

Það er að segja ef nokkur döngun er í ákæruvaldinu til að koma út ákærum gagnvart öðrum en ungu óeirðarfólki.

 


Bloggfærslur 16. febrúar 2011

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 41
  • Sl. sólarhring: 787
  • Sl. viku: 2697
  • Frá upphafi: 2563499

Annað

  • Innlit í dag: 36
  • Innlit sl. viku: 2507
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 35

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband