Leita í fréttum mbl.is

Tómarúm í miđborginni

Miđborg Reykjavíkur er fátćkari eftir ađ bókabúđ Máls og menningar lokađi.  Ţađ var ekki ađ ástćđulausu ađ bókabúđin var valin ein af bestu bókabúđum í Evrópu.  Bókabúđin var kćrkomin menningarleg vin í ţessari miđstöđ Mammons í Reykjavík.

Sú var tíđin ađ bókabúđ Máls og menningar var merkisberi ákveđinnar pólitískrar hugmyndfafrćđi sem mér hefur alltaf veriđ í nöp viđ. Samt sem áđur var gott ađ koma í búđina til ađ ná í bćkur sem gátu nýst í baráttunni gegn ţeim sem ađhylltust ţau sjónarmiđ sem bókabúđ Máls og menningar stóđ fyrir.

Ţađ var ef til vill kaldhćđni örlaganna ađ síđasta bókin sem ég keypti í bókabúđ Máls og menningar var bók um ógnarstjórn kommúnista í Norđur Kóreu. Ţannig geta hlutirnir og tilgangurinn breyst í tímans rás. Bókabúđin varđ fyrir löngu góđ bókabúđ án sérstakrar skírskotunar til ţeirrar helstefnu sem margir af stofnendum hennar vildu ađ hún héldi á lofti.

Lokun bókabúđar Máls og menningar leiđir hugann ađ tvennu. Í fyrsta lagi ađ ţví ađ á Íslandi ríkir ekki eđlileg samkeppni lengur í verslun, m.a. vegna ríkishafta og afskipta en ţó meir vegna stórreksturs banka og  fjármálafyrirtćkja. Ójöfn barátta Máls og mennigar gegn ofurvaldi bankarekinna samkeppnisađila varđ bókabúđinni m.a. ađ falli. Ţađ er enn kaldhćđni örlaganna ađ fall bókabúđarinnar megi rekja til skorts á samkeppni. Bókabúđin barđist einmitt gegn markađs- og samkeppnisţjóđfélaginu í árdaga.

Í öđru lagi ţá leiđir mađur hugann ađ ţví hver verđur framtíđ hefđbundinna bókaverslana. Eins gaman og mér ţykir af bókum og bóklestri ţá á ég stöđugt minna erindi í bókabúđir vegna ţess ađ nú er einfaldara og ódýrara ađ kaupa erlendar bćkur á netinu. Tölvubókin er síđan enn ein bylting sem hlítur ađ hafa mikil áhrif. Í dag kaupi ég bók á Amason lestölvuna mína og hún er tilbúin til lestrar innan 5 mínútna frá ţví ađ ég ýtti á takkann um ađ kaupa bókina.

Unnendur bóka og bóklestrar verđa ađ leiđa hugann ađ ţví hvernig á ađ bregđast viđ í breyttum heimi bókarinnar. Ef ađ líkum lćtur  mun frjálsi markađurinn finna sér eđlilegan farveg í ţessu efni ef hann fćr ţá ađ vera til í ţessu sérkennilega miđstýrđa Hörmangaraveldi viđskipta á Íslandi.


Bloggfćrslur 20. febrúar 2011

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 50
  • Sl. sólarhring: 782
  • Sl. viku: 2706
  • Frá upphafi: 2563508

Annađ

  • Innlit í dag: 44
  • Innlit sl. viku: 2515
  • Gestir í dag: 44
  • IP-tölur í dag: 43

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband