Leita í fréttum mbl.is

Rökkursögur Innanríkisráðherra

Innanríkisráðherra sem  barist hefur  gegn auknum rannsóknarheimildum lögreglu og forvirkum aðgerðum mætti í Kastljósi í gær og sagði  rökkursögur um ástandið í undirheimunum.  Á þeim  grundvelli  telur Innanríkisráðherra rétt að skipta um skoðun og heimila lögreglunni víðtækari inngrip í einstaklings- og persónufrelsið.

Einhvern veginn rímar það sem Ögmundur Jónasson heldur fram núna um aukna hættu vegna skipulagðrar glæpastarfsemi ekki alveg við þær skýrslur af ástandinu sem borist hafa m.a. frá lögreglu. Þegar svo háttar til  er gott að segja rökkursögur af ónafngreindu fólki sem á í útistöðum við glæpagengi af einhverjum óskilgreindum ástæðum.

Fróðlegt verður að vita hvort Innanríkisráðherra grípur til þess að hafa það meginatriði málflutnings síns þegar hann mælir fyrir heimildum lögreglu til að beita forvirkum aðgerðum gagnvart einstaklingum þær rökkursögur sem hann sagði þjóðinni í gær. 

Skipulögð glæpastarfsemi hefur verið og er til í landinu og þannig verður það óháð auknum heimildum til handa lögreglu. Skrýtið að innanríkisráðherra skuli ekki detta í hug að leita að rót vandans eða bresta kjark til að tala um hann og horfast í augu við hann. 

Auknar rannsóknarheimildir lögreglu bitna iðulega á saklausu fólki. Þess vegna verður að stíga varlega til jarðar og gæta þess að fórna ekki um of frelsi og borgaralegum réttindum einstaklinga. 


Bloggfærslur 8. mars 2011

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 203
  • Sl. sólarhring: 656
  • Sl. viku: 2859
  • Frá upphafi: 2563661

Annað

  • Innlit í dag: 190
  • Innlit sl. viku: 2661
  • Gestir í dag: 187
  • IP-tölur í dag: 184

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband