Leita í fréttum mbl.is

Fá ekki að drekka í vinnunni

Franskir lögregluþjónar hafa mótmælt reglum sem banna þeim að drekka í vinnunni.  Hingað til hafa franskir lögregluþjónar fengið bjórinn sinn eða rauðvínið sitt í matarpakkanum. Nú er því  lokið.

Eðlilega finnst frönsku lögregluþjónunum vegið að persónufrelsi sínu auk þess sem vinnuaðstæður verða stórlega verri hvað þá heldur leiðinlegri að mati eins forustumanns félags lögreglumanna í Frakklandi.

Einn talsmaður lögreglujþóna orðaði þetta þannig að hið opinbera ætlaði að gera alla að prestum þó þannig að messuvínið væri líka frá þeim tekið í ofanálag við annan heilagleika.

Svona snúa nú mannréttindin mismunandi við fólki. Ég hefði haldið að það væru réttindi borgaranna að þeir sem eru að vinna fyrir þá lögregluþjónar, þingmenn, læknar eða aðrir séu edrú meðan þeir eru í vinnunni.

 

 


Bloggfærslur 22. apríl 2011

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 252
  • Sl. sólarhring: 404
  • Sl. viku: 2908
  • Frá upphafi: 2563710

Annað

  • Innlit í dag: 234
  • Innlit sl. viku: 2705
  • Gestir í dag: 225
  • IP-tölur í dag: 219

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband