Leita í fréttum mbl.is

Kirkjan stendur frammi fyrir mikilli baráttu næstu 5 ár

Erkibiskupinn af Canterbury segir að á næstu 5 árum standi kirkjan frammi fyrir mikilli baráttu. (exceptional challenge) Fleiri hafa bent á það og með hvaða hætti kirkjunni og kristnum gildum hefur verið úthýst  af hugsjónalausu veraldar- og auðhyggjunni.

Tony Blair fyrrum forsætisráðherra Breta sagði árið 2007 að fólk í pólitík sem viðurkenndi að það væri trúað væri venjulega ásakað um að vera kjánar.  Chris Pattern fyrrum þingmaður í Bretlandi og landstjóri Breta í Hong Kong, yfirmaður Oxford háskóla  og stjórnarformaður BBC segir að trúleysingjar sýni trúarbrögðum fjandskap og skorti umburðarlyndi gagnvart trúarbrögðum. Chris Pattern sagði líka að hann yrði var við að fólk liti á hann sem skrýtinn vegna þess að hann játaði kristnar trúarskoðanir opinberlega.

Chris Pattern bendir á að margt af því sem trúleysingjarnir Richard Dawkins og Christopher Hitchens haldi fram skorti vitræna skírskotun og sé iðlega sett þannig fram að um meinfýsni sé að ræða og illvilja gagnvart trúarbrögðum.

Chris Pattern lét þessi orð falla m.a. þegar kristinn rafvirki Colin Atkinson, sem var með krossmark í bílnum sínum var hótað uppsögn úr starfi vegna þess að hann væri með kristið trúartákn í bílnum. Hann var tekinn í viðtal hjá vinnuveitanda sínum en fékk að halda sínu striki þegar hann kvikaði hvergi.

Kristið fólk virðist ekki átta sig á hvað trúleysingjar og nytsamir sakleysingjar fjandskapast mikið út í trúarskoðanir fólks og sýna trúarskoðunum annarra litla virðingu. Þá hafa fáir gefið því gaum utan kirkjunnar hvað víða kristninni og kristnum gildum hefur verið úthýst í þjóðfélaginu.

Kirkjan stendur því frammi fyrir mikilli baráttu og það er óneitanlega nokkuð sérstakt að margir  kirkjunnar þjónar skuli telja mikilvægara að berjast fyrir flestu öðru en því sem þeir eru ráðnir til að berjast fyrir.

 


Bloggfærslur 25. apríl 2011

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 249
  • Sl. sólarhring: 415
  • Sl. viku: 2905
  • Frá upphafi: 2563707

Annað

  • Innlit í dag: 231
  • Innlit sl. viku: 2702
  • Gestir í dag: 222
  • IP-tölur í dag: 216

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband