Leita í fréttum mbl.is

Seðlabankinn og persónunjósnir

Rakið hefur verið í fjölmiðlum að ástandið nú er svipað  og fyrir hálfri öld hvað varðar kaup á erlendum gjaldeyri. Hitt vita  fáir að núverandi haftakerfi í gjaldmiðilsmálum fylgja víðtækari persónunjósnir en nokkru sinni fyrr. Þær eru stundaðar í Seðlabanka Íslans.

Í Seðlabankanum eru yfirfarin öll kreditkortaviðskipti íslendinga erlendis. Tilgangurinn er nokkuð óljós.  Ætla hefði að nægjanlegt væri fyrir þessa nýju skrifræðis "Stasi"  stofnun að fá til sín þær kreditkortafærslur sem nema einhverjum fjárhæðum sem heitið getur.  Nei allt þarf að skoða.

"Stasi" fólkið í Seðlabankanum skoðar reglulega kreditkortið mitt af því að ég kaupi erlent tímarit.   

Hvað skyldi vera gert við þessar upplýsingar?  Megum við sem kaupum eitthvað smálegt erlendis frá  á netinu búast við frekari afskiptum Seðlabankans af einkahögum okkar?

Var það þetta gagnsæið sem Steingrímur og Jóhanna voru að tala um? Gagnsæi  vasa borgaranna. Á  sama tíma er Seðlabankinn sektaður fyrir að halda leyndum upplýsingum fyrir öðru stjórnvaldi, um það með hvaða hætti Seðlabankinn ruglar samkeppnina í landinu og brýtur líklega Samkeppnislög. 

Hvar er persónuvernd nú?


Bloggfærslur 30. apríl 2011

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 242
  • Sl. sólarhring: 430
  • Sl. viku: 2898
  • Frá upphafi: 2563700

Annað

  • Innlit í dag: 226
  • Innlit sl. viku: 2697
  • Gestir í dag: 217
  • IP-tölur í dag: 211

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband