Leita í fréttum mbl.is

Bara svolítinn sykur

Þeir sem hafa séð kvikmyndina Mary Poppins muna vafalaust eftir því þegar hún fékk börnin til að taka meðalið sitt og söng "Just a spoonful of sugar helps the medicine go down( sykurskeið hjálpar til að koma meðalinu niður) Nú áratugum eftir að þessi sannindi komu fram hjá barnfóstrunni Mary Poppins þá er sagt frá því í tímaritinu "Nature" að þetta sé ekki bara rétt hjá Mary Poppins heldur auki sykurinn virkni sumra lyfja.

Þannig að "a spoonful of sugar makes the medicine work" (sykurskeið lætur lyfið virka) Þannig segir tímaritið frá því að sýklalyf sem gefin eru með sykri geti aukið virkni sýklalyfsins eins og t.d. þegar um berkla er að ræða og ýmissa aðra sjúkdóma.

Mary Poppins hefur greinilega vitað sínu viti og rúmlega það.


Út úr Afghanistan

David Cameron hefur kynnt þá skoðun sína að Bretar eigi að hefja heimflutning herliðs síns úr Afghanistan sem fyrst.  Þrátt fyrir það að forsætisráðherrann vilji kveðja herinn heim þá eru nokkur ljón á veginum.  Foringjar hersins eru ekki á sama máli og forsætisráðherrann.

Nú er spurningin hvað verður ofan á og hver ræður.  Talið er líklegt að heimkvaðning breska hersins byrji í sumar á sama tíma og Bandaríkin fækka í herliði sínu. En þar eru líka hershöfðingjar sem segja eins og þeir bresku að nú sé þetta alveg að koma og ekki megi fækka hermönnum.

Skrýtið hvað fólk lærir lítið af sögunni. Bretar þurftu ítrekað að fara frá Afghanistan iðulega eftir mikið mannfall án nokkurs árangurs. Rússar þurftu að fara frá Afghanistan eftir mikið mannfall án nokkurs árangurs. 

Herlið Bandaríkjanna og Breta er búið að vera í Afghanistan frá 2001 eða í tíu ár og gríðalegum peningum hefur verið varið til landsins og mikið lent í höndum spilltra stjórnvalda í landinu.  Samt sem áður sést engin árangur. En hershöfðingjarnir segja að þetta sé alveg að koma. 

Þeim mun fyrr sem Bandaríkin, Breta og aðrar NATO þjóðir kalla herlið sitt heim frá Afghanistan þá vinnst það að ungu fólki frá Vesturlöndum verður ekki lengur fórnað á blóðvöllum í Afghanistan í tilgangslausum hernaði sem er án markmiðs, takmarks eða tilgangs. Hætt verður að henda peningum í milljarðavís í tilgangslausan hernað.

Vonandi hefur David Cameron betur í viðureign sinni við bresku hershöfðingjanna og nær því að kveðja herinn heim fyrir 2014 eins og hann hefur boðað og  vonandi  sér Barack Obama að blóðfórnirnar og peningaausturinn er tilgangslaus í Afghanistan.  Bandaríkin ættu að hafa Víetnam til varnaðar.

En því miður lærir fólk lítið af sögunni og dregur ekki réttar ályktanir af þeim staðreyndum sem ættu að blasa við


Bloggfærslur 12. maí 2011

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 9
  • Sl. sólarhring: 254
  • Sl. viku: 2141
  • Frá upphafi: 2563755

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 1987
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband