Leita í fréttum mbl.is

Ótrúlegt, en satt.

Lilja Mósesdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismenn og Ólafur Arnarsson hafa vakið athygli á máli sem er þess eðlis að fyrirfram hefði mátt ætla að fjölmiðlar þjóðarinnar mundu loga og gera málinu verðug skil. Málið snýst um að hundruðir milljarða voru afhentir að óþörfu erlendum kröfuhöfum. Þetta er ótrúlegt en satt. Svona glópa höfum við sem æðstu stjórnendur því miður.

Málið varðar einmuna glópsku fjármálaráðherra og forsætisráðherra sem gáfu erlendum kröfuhöfum skotleyfi á íslenskan almenning og íslensk fyrirtæki. Þessi glópska ráðherranna er með þeim hætti að manni fallast hendur. Þrátt fyrir takmarkaða virðingu fyrir stjórnvisku og hæfileikum þeirra Steingríms og Jóhönnu þá hvarflaði ekki að mér að þau væru þeir glópar að selja framtíð íslenskra heimila og atvinnufyrirtækja í hendur kröfuhafa endurreistra viðskiptabanka.

Nú bíð ég eftir því að stjórnarandstaðan taki þetta mál upp nú þegar og beri fram vantraust á þá ráðherra sem ábyrgð bera á þessari aðför að heimilum landsins og atvinnurekstri.  Þá verður það ekki nægjanlega undirstrikað að þessar upplýsingar sýna að Jóhanna Sigurðardóttir er svikin vara. Skjaldborgin gat aldrei orðið til vegna þess að Jóhanna fórnaði henni í febrúar 2009.

Nánar má lesa um þessa glópsku og svívirðingu Jóhönnu og Steingríms í góðri færslu Ólafs Arnarssonar á Pressunni en slóðin er þessi: http://www.pressan.is/pressupennar/LesaOlafArnarson/skotleyfi-a-skuldara---helstu-punktar

Nú reynir á hvort stjórnarandstaðan er vanda sínum vaxin.  Ef til vill væri rétt að Lilja Mósesdóttir yrði fyrsti flutningsmaður þessarar vantrauststillögu á þá ráðherra sem ábyrgð bera á þessari aðför að almenningi og atvinnulífi í landinu. Hún hefur alla vega tjáð sig með þeim hætti, og á þakkir skildar fyrir það, að það er rökrétt að hún beri fram vantrauststillögu á fyrrum formann sinn og fleiri ráðherra.


Bloggfærslur 19. maí 2011

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 9
  • Sl. sólarhring: 258
  • Sl. viku: 2141
  • Frá upphafi: 2563755

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 1987
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband