Leita í fréttum mbl.is

Formaður Framsóknarflokksins brýtur gegn pólitískri rétthugsun.

Formaður Framsóknarflokksins hefur brotið gegn pólitískri rétthugsun með því að bera fram tvær fyrirspurnir á Alþingi um hlutdeild erlendra ríkisborgara í innbrotum á íslensk heimili og hlutfallslegan fjölda þeirra í fangelsum á Íslandi.

Ég hef spurt þessara spurninga og þá hafa talsmenn pólitískrar rétthugsunar og fjölmenningarsamfélagsins jafnan brugðist ókvæða við og haldið því fram að þetta kæmi málinu ekki við og væri hættulegt bæði að rannsaka og hvað þá heldur ræða.  Ég reikna með að Sigmundur Davíð formaður Framsóknarflokksins verði fyrir svipuðu aðkasti nú þegar hann leyfir sér að fara inn á þetta jarðsprengjusvæði sem varðar þó mikilvæga  hagsmuni heiðarlegs fólks.

Mér hefur alltaf verið  óskiljanlegt af hverju má ekki skoða þessa hluti eins og aðra. Það hefur ekkert með fordóma að gera heldur spurningu um viðbrögð við því að erlendir glæpamenn hafa komið í allt of stórum stíl til landsins. Það að bregðast ekki við með eðlilegum hætti þar á meðal upplýsingagjöf er hættulegt. 

Hvert einasta þjóðfélag verður að verja hagsmuni borgara sinna. Augu fólks víða í Evrópu eru nú að opnast fyrir því að Schengen reglurnar og opin landamæri Evrópusambandsins  án vegabréfa hafa opnað glæpahópum nýja möguleika. Við því verður að bregðast af skynsemi. Ef skynsemin verður að víkja fyrir pólitískum rétttrúnaði fjölmenningarhyggjunar þá er hætt við því að fordómar og kynþáttahyggja aukist. Með skynsamlegri umræðu og nauðsynlegri upplýsingagjöf og fordómalausri umræðu eru meiri líkur á góðum árangri.

Formaður Framsóknarflokksins sýnir pólitískt hugrekki með því að spyrja þessara nauðsynlegu spurninga. Því miður hefur pólitísk nauðhyggja fjölmenningarsinnana fært okkur á þann stað.  En til upprifjunar má benda á að á einu ári hafa bæði David Cameron og Angela Merkel talað um þau mistök sem gerð hafa verið  á grundvelli fjölmenningarhyggjunnar.

Á stuttum tíma hafa aðstæður á Íslandi breyst þannig að í stað þess að hér væru hlutfallslega fæstir innflytjendur á Norðurlöndum þá eru þeir nú flestir en á sama tíma streymir ungt dugnaðarfólk úr landi.

Væri ekki eðlilegt að stjórnmálamenn veltu þeirri spurningu fyrir sér hvað það er sem veldur þessu. Svörin liggja í augum uppi en er ef til vill ekki gott að svara svo þau verði þóknanleg þeirri pólitísku rétthugsun sem hefur heltekið stóran hluta talandi og skrifandi stétta í landinu.


Bloggfærslur 21. maí 2011

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 9
  • Sl. sólarhring: 258
  • Sl. viku: 2141
  • Frá upphafi: 2563755

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 1987
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband