Leita í fréttum mbl.is

Hin eini þóknanlegi sannleikur

Meðan þursaveldið Sovétríkin var og hét, var haldið úti tveim opinberum dagblöðum, sem sögðu frá því sem æðsta stjórn Kommúnistaflokksins vildi að fólkið fengið að vita, til að skoðanir þess væru mótaðar í samræmi við hinn eina þóknanlega sannleika. Blæbrigðamunur var á því hvernig blöðin Isvestia og Pravda hin opinberu málgögn sögðu frá málum, en allt féll það í einn farveg að lokum sem sýndi fram á mikilleik og stjórnvisku leiðtogana.

Í gær kom fram birtingarmynd af þessari sovésku fréttamennsku þegar Isvestia Íslands, Stöð 2 talaði við Steingrím J. vegna þess sem sýnt hefur verið fram á að hann afhenti erlendum vogunarsjóðum  kröfur á íslensk fyrirtæki og heimili án fyrirvara þó að kröfurnar hefðu áður verið afskrifaðar að verulegu leyti.

Fréttamaður Isvestia, Stöð 2 spurði Steingrím og hann sagði að allir þeir sem héldu því fram að hann hefði afhent kröfurnar með þeim hætti sem m.a. Ólafur Arnarson og Lilja Mósesdóttir halda fram væru að fara með rugl og fleipur.  Þar með var stóri sannleikur kominn. Foringi flokksins var ekki spurður frekar og fréttamanninum fannst ekki ástæða til að tala við þessa meintu rugludalla Ólaf og Lilju. Hinn eini þóknanlegi sannleikur var kominn fram. Fréttastofan hafði gengt hlutverki sínu til að sýna fram á mikilleik stjórnvalda.

Fréttastofa ríkissjónvarpsins sem er eins og Pravda í gamla Sovét hefur ekki látið neitt frá sér heyra um málið. Alveg eins og það hafi alveg farið framhjá fréttamönnum á þeim miðli. Ef til vill er það vegna þess að þeir eru þó það vandir að virðingu sinni að þeir vilja ekki tala um það sem þeir vita að er ekki hægt að verja hjá ríkisstjórninni. Samt skal það sagt með fyrirvara og skoða hvað gerist á næstunni hvort fréttastofan þegir um málið eða segir frá því með eðlilegum hætti sem fréttastofa eða fer í sama stíl og Pravda forðum.

Í dag var Ólafur Arnarson í Silfri Egils og gerði rækilega og skilmerkilega grein fyrir hvað hér er um að ræða og hvernig íslensk stjórnvöld með Steingrím J. Sigfússon í broddi fylkingar brugðust íslenskum hagsmunum í febrúar 2009.  Athyglivert var að hlusta á viðmælendur hans í kjölfar umfjöllunar Ólafs. Róbert Marshall talaði um að gera yrði eitthvað í skuldamálum fyrir næstu kosningar. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins talaði í framhaldinu um skuldastöðu fyrirtækis sem missti yfirdráttinn.

Ef til vill er ekki von á því að fjölmiðlafólk átti sig á grundvallaratriðum þegar forustufólk á Alþingi sýnir jafn næman skilning og raun bar vitni í þessum Silfurþætti  á aðalatriðum og aukaatriðum. Stöð 2 og fréttastofa Rúv munu því áfram komast upp með fréttamennsku í samræmi við hin þóknanlega sannleika, jafn lengi og engin vitræn viðspyrna er gegn því.


Bloggfærslur 22. maí 2011

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 9
  • Sl. sólarhring: 258
  • Sl. viku: 2141
  • Frá upphafi: 2563755

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 1987
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband