Leita í fréttum mbl.is

Steingrímur sigar varðhundinum á flokkssystur sína

Steingrímur J. Sigfússon á í vök að verjast eftir að upplýst hefur verið að hann seldi íslensk heimili og fyrirtæki í skuldaánauð erlendra vogunarsjóða. Sem lið í ómálefnalegri málsvörn sinni hefur hann sigað varðhundinum sínum Birni Val Gíslasyni á þá sem hafa gagnrýnt þessa embættisfærslu fjármálaráðherra.

Málsvörn varðhundsins felst í því að reyna að gera lítið úr þeim sem hafa bent á þessi nánast glæpsamlegu mistök Steingríms J. Sigfússonar. Þannig vegur Björn valur í færsu á netsíðu sinni m.a. að Lilju Mósesdóttur flokkssystur sinnar, en lætur ekki nægja að vega að henni sem stjórnmálamanni heldur líka að henni sem fræðimanni.

Steingrímur og nánustu samstarfsmenn hans vita að það er ekki er hægt að afsaka framsal Steingríms á skuldakröfum heimilanna til erlendra vogunarsjóða og grípa því til þeirra "málefnalegu" vinnubragða að reyna að gera lítið úr öllum sem gagnrýna.

Hvernig skyldi standa á því að varðhundurinn Björn Valur skuli ekki víkja einu orði að því að aðgerð Steingríms J. með skuldaframsalinu til vogunarsjóðanna hafi verið rétt og skynsamleg? Segir það ekki mikla sögu?

Athyglivert að þessi atlaga Björns Vals að Lilju Mósesdóttur kemur fram á sama degi og flokksstjórnarfundur VG álytkaði að öll VG dýrin ættu að vera vinir og vinna saman. Björn telur greinilega enga ástæðu til að taka þessa ályktun alvarlega.


Bloggfærslur 23. maí 2011

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 9
  • Sl. sólarhring: 250
  • Sl. viku: 2141
  • Frá upphafi: 2563755

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 1987
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband