Leita í fréttum mbl.is

Vér einir vitum

Arfakóngar fyrri alda töldu sig einir vita hvað þegnunum væri fyrir bestu. Þeir töldu sig hafa þegið vald sitt frá Guði og gengju næstir páfanum að óskeikulleika.

Nú hafa 9 þingmenn lagt fram þingsályktunartillögu sem byggð er á viðhorfum arfakónga. Hugmyndir manna eins og John Stuart Mill um Frelsið og þau sjónarmið sem lögð voru til grundvallar við myndun nútíma lýðræðisríkja er þeim fjarlæg.

Óneitanlega sérstakt að  þingmaður Sjálfstæðisflokksins taki þátt í þessu og tveir þingmenn Hreyfingarinnar.  Sér í lagi þar sem þingsályktunartillagan fer í bág við hugmyndir um frelsi borgaranna, sjálfsákvörðunarrétt og virðingu fyrir ólíkum lífsstíl og löngunum  og umburðarlyndi.

Tillaga þingmannanna sem telja sig ganga næst arfakóngum að gáfum kveður á um margháttaðar frelsissviptingar reykingafólks og einungis megi selja tóbak í apótekum. Af hverju apótek. Selja  þau ekki heilsuvörur og lyf?

Næsta tilllaga verður  um að hangikjöt, saltað folaldakjöt og annað saltkjöt, transfitusýrur og franskar kartöflur verði eingöngu seld í apótekum eða bannað vegna skaðsemi fyrir heilsuna.

Þeir einir sem hafa höndlað sannleikann um réttan lífsstíl eins og þingmennirnir 9 og telja sér heimilt að ráða fyrir öllum öðrum munu þá væntanlega ganga  leiðina á enda og skylda fólk til að borða að viðlögðum sektum og fangelsisvist í samræmi við matseðil sem gefin yrði út af Lýðheilsustofnun.

Reykingar eru hvimleiðar fyrir okkur sem ekki reykjum. En við eigum samt ekki rétt á því að svipta þá sem reykja öllum rétti til að gera það frekar en að svipta fólk rétti til að borða franskar kartöflur, ís og reykt kjöt svo dæmi séu nefnd.

Þjóðfélag sem virðir grundvallarskoðanir um frelsi einstaklingsins verður að sætta sig við að okkur kemur takmarkað við hvað aðrir gera svo fremi sem það skaðar ekki annað fólk.  Þingmennirnir 9  vilja sjálfsagt í samræmi við forsjárhyggju sína að fólk borði klálböggla og arfa í allan mat og stundi sjóböð fjallgöngur og lyftingar eftir vinnu. En þannig getur það ekki verið í lýðræðisríki.

Forsenda lýðræðis er  frelsi og umburðarlyndi og það má ekki gleyma því að löstur er ekki glæpur


Bloggfærslur 31. maí 2011

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 9
  • Sl. sólarhring: 257
  • Sl. viku: 2141
  • Frá upphafi: 2563755

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 1987
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband