Leita í fréttum mbl.is

Óþolandi árás á heimili ráðherra

Það er óþolandi að ráðherrar á Íslandi geti átt von á því að ráðist sé á heimili þeirra. Í gær var ráðist á heimili Ögmundar Jónassonar og rúður brotnar með grjótkasti. Áður mátti forveri hans Ragna Árnadóttir þola það að hópur fólks úr aðgerðarhópi fyrir frjálst aðgengi útlendinga inn  í landið veittist að heimili hennar.

Maður sem gegndi tímabundið starfi forstöðumanns Útlendingastofnunar þurfti einnig að  þola aðsúg að heimili sínu af sama hópi og réðist gegn heimili Rögnu.

Það er ánægjulegt að lögreglan segist nú ætla að veita ráðherranum vernd og taka upp það nýmæli að rannsaka gaumgæfilega árásir á heimli fólks, grjótkast og skemmdarverk eins og það var orðað í fréttum í dag.

Þannig hefði lögreglan þurft að taka á málum strax og þetta kom upp. 

Já og stjórnmálamennirnir hefðu líka þurft að fordæma árásir, skrílslæti og eignaspjöll strax og styðja við aðgerðir lögreglu gegn óeirðafólki hvar svo sem því datt í hug að láta til sín taka með ósæmilegu og ólöglegu atferli.


Bloggfærslur 8. maí 2011

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 8
  • Sl. sólarhring: 258
  • Sl. viku: 2140
  • Frá upphafi: 2563754

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 1987
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband