Leita í fréttum mbl.is

Norski herinn og Vinstri grænir

Árni Þór þingmaður Vinstri grænna og formaður utanríkismálanefndar Alþingis kom sér í kvöldfréttir Ríkissjónvarpsins til að fordæma það að norski herinn skuli kynna starfsemi sína í íslenskum menntaskólum.  Orðræða þingmannsins var einhverskonar sambland á andúð á hermennsku, norðmönnum og valfrelsi íslenskra nemenda.

Raunar kemur það nokkuð á óvart að Árni Þór Vinstri grænn og formaður utanríkismálanefndar Alþingis skuli láta líta svo út sem hann sé á móti hermennsku og hafi litlar mætur á norska hernum og viðfangsefni hans. Þannig er nefnilega mál með vexti að Árni Þór og flokksfélagar hans í Vinstri grænum sitja í ríkisstjórn sem hefur samþykkt hernaðaraðgerðir m.a. norska hersins í Afghanistan. Já og það sem meira er hernaðaraðgerðir í Líbýu. Allt þetta er á vegum NATO.

Það er svo kaldhæðnin ein og sýnir hvers konar fólk það er sem velst til forustu í Vinstri grænum, að á sama tíma og ríkisstjórnin öll ber ábyrgð á þáttöku okkar í hernaðaraðgerðum  bæði í Afghanistan og Líbýu á vegum NATO,  að þá skuli Vinstri grænir samþykkja ályktun um að Ísland eigi að fara úr NATO.

Þá er það einnig merkilegt að formaður utanríkismálanefndar Alþingis skuli segja það að Norðmenn séu ekki að leggja okkur lið á erfiðum tímum eins og hann sagði í kvöldfréttum sjónvarpsins. Þetta er rangt og það veit hann. Norðmenn hafa lagt okkur mikið lið í þrengingum okkar m.a. veitt okkur lán.

Síðan má ekki gleyma því að vegna vandamála sem Árni Þór og félagar hans í Vinstri grænum skapa í íslensku samfélagi er flóttamannstraumur Íslendinga til Noregs hlutafallslega margfaldur miðað við flóttamannastrauminn frá Sýrlandi til Tyrklands eða Líbýu til Túnis, en í þeim löndum ríkja ógnarstjórnir.


Bloggfærslur 14. júní 2011

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 208
  • Sl. sólarhring: 276
  • Sl. viku: 2340
  • Frá upphafi: 2563954

Annað

  • Innlit í dag: 183
  • Innlit sl. viku: 2163
  • Gestir í dag: 176
  • IP-tölur í dag: 173

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband