Leita í fréttum mbl.is

Vinnulögreglan

Nú hafa skattayfirvöld sameinast Samtökum atvinnlífsins og Alþýðusambandi Íslands í viðleitni til að berjast gegn svonefndri "svartri atvinnustarfsemi". Þessir aðilar lýsa stoltir, að fjöldi nýtísku lögreglumanna eigi að mæta á vinnustaði og grípa til viðeigandi lögregluaðgerða.

Óneitanlega er það nokkuð sérstakt í lýðfrjálsu landi að við skulum vera komin með stærstu rannsóknarlögreglu sem við höfum nokkru sinni haft, eingöngu til að rannsaka efnahagsbrot.

Á sama tíma tilkynnir innanríkisráðherra að auka verði heimildir lögreglu til rannsókna jafnvel þó einstaklingar liggi ekki undir grun.

Starfsfólki eftirlitsstofnana fjölgar gríðarlega jafnvel þó að umsvifin í þjóðfélaginu hafi snarminnkað og minna sé til að hafa eftirlit með og minna tilefni. 

Í Seðlabankanum sitja menn við að yfirfara allar erlendar kreditkortafærslur fólks.

Það er sérstakt að Samtök atvinnulífsins og ASÍ skuli nú lýsa yfir mikilli gleði með enn víðtækari lögregluaðgerðir og telja það vera virkustu leiðina til að vinna gegn svartri atvinnustarfsemi.  Hafa menn gleymt hugmyndafræði frelsisins og frjálsrar markaðsstarfsemi?

Gæti verið að minni skattheimta og betra rekstrarumhverfi smáfyrirtækja mundi skila meiri árangri í baráttu gegn "svartri atvinnustarfsemi"  lögregluaðgerðir?

Hvað kemur næst.  Lögregla lífeyrissjóðanna?


Bloggfærslur 15. júní 2011

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 120
  • Sl. sólarhring: 201
  • Sl. viku: 2252
  • Frá upphafi: 2563866

Annað

  • Innlit í dag: 105
  • Innlit sl. viku: 2085
  • Gestir í dag: 101
  • IP-tölur í dag: 100

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband