Leita í fréttum mbl.is

(Ó)vinurinn í eldhúsinu

Það er ekki allt sem sýnist og vinurinn sem léttir manni störfin er ekki endilega himnasending. Þannig ku það geta verið með diskaþvottavélina.

Í könnun sem var framkvæmd á yfir 100 heimilum í ýmsum þjóðlöndum  kom í ljós að 62%  uppþvottavélina voru með sveppi á gúmmíinu innan á dyrunum. Meira en helmingur var með eitthvað sem ég veit ekki hvað er ("the black yeast Exophilala dermatidis og E. phaeomuriformis) en það er sagt vera heilsuspillandi.

Dr. Polona Zalar í háskólanum í Ljubljana segir (í blaðinu Fungal Journal) að það megi alls ekki líta framhjá þeirri hættu sem þessir sveppir og/eða bakteríur valda og aðstoðarmaður hennar Nina Gunde-Cimmerman segir að diskarnir hefðu verið skoðaðir sérstaklega eftir þvott og þeir hafi verið fullir af þessum óhroða og það sé ekki vitað nákvæmlega hversu alvarlegt þetta geti verið.  Þær segja að þetta sé sérstaklega hættulegt fyrir fólk með "cystic fibrosis" þar sem þetta geti valdið skaða á lungum. 

Þess skal þó getið að framleiðendur diskaþvottavéla hafna þessum niðurstöðum.

En þá er spurningin hvort við sem erum ekkert hrifin af diskaþvottavélum hvort sem er látum þetta ekki verða til þess að nota gömlu góðu aðferðina vatn, sápu, uppþvottabursta.

Það ætti alla vega að vera betra ef vel er að verki staðið. 


Bloggfærslur 22. júní 2011

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 44
  • Sl. sólarhring: 129
  • Sl. viku: 2176
  • Frá upphafi: 2563790

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 2019
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband