Leita í fréttum mbl.is

Réttlátu fólki ofbýður

Saksóknari meiri hluta Alþingis situr við sinn keip og er ákveðin í að halda úti fréttamiðli um Landsdómsmálið. Forsætisráðherra er jafn illa áttuð og saksóknarinn og segir þetta í lagi.

Almennar viðmiðanir í sakamálaréttarfarinu eru þær að ákæruvaldið fjalli sem minnst um sakamál. Ákæran  er þungbær fyrir ákærðu og þá sem næst þeim standa. Þess vegna m.a. er ekki talið æskilegt að ákæruvaldið tjái sig umfram það allra nauðsynlegasta.  Meginreglan er sú að ákærði þarf einungis að verja sig fyrir þeim dómstóli sem um mál hans fjallar en ekki á fréttavef ákæruvaldsins.

Saksóknari meiri hluta þingmanna brýtur venjur og meginreglur sakamálaréttarfarsins með þessu. Ef til vill sýnir það betur en margt annað þá pólitísku meinfýsni sem umlykur þetta mál.

Forsætisráðherra segir að fréttaveita saksóknarans sé í lagi enda fái ákærði að tjá sig þar. Með öðrum orðum þá á ákærði bæði að verja sig fyrir dóminum og á fréttaveitu pólitíska saksóknarans.

Óneitanlega er annar  verri bragur og öllu ómerkilegri af Jóhönnu Sigurðardóttur en forvera hennar í formannsstóli Samfylkingarinnar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fordæmir saksóknarann harðlega í pistli í dag. Þá er einnig ljóst að skilningur Jóhönnu Sigurðardóttur á gildi réttarríkisins og á mannréttindum sakaðra manna er annar en forvera hennar í starfi forsætisráðherra og á formannsstóli Samfylkingarinnar

Skilningsleysi og yfirgangur forsætisráðherra lýsir sér best í því að hún er eini forsætisráðherra frá lýðveldisstofnun sem sannanlega hefur reynt að hafa áhrif á gang sakamála.

Jóhanna Sigurðardóttir er ólöglærð og e.t.v. vorkunn að skilja ekki upp né niður í grundvallarreglum um þrískiptingu valdsins og réttarríkisins þrátt fyrir slímsetu svo áratugum skiptir á Alþingi.

Saksóknaranum er hins vegar engin vorkunn. Hún er löglærð og á að vita að hún er að fara í bág við meginreglur sakamálaréttarfarsins. 


Bloggfærslur 4. júní 2011

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 122
  • Sl. sólarhring: 203
  • Sl. viku: 2254
  • Frá upphafi: 2563868

Annað

  • Innlit í dag: 107
  • Innlit sl. viku: 2087
  • Gestir í dag: 103
  • IP-tölur í dag: 102

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband