Leita í fréttum mbl.is

Af hverju hækkar íbúðarhúsnæði í verði?

Meir en 1400 íbúðir eru í eigu fjármálafyrirtækja og yfir 400 þeirra stendur auður.  Kaupgeta almennings er nánast engin og lánafyrirgreiðsla til fasteignakaupa er takmarkaðri en verið hefur um árabil.

Samt mælist hækkun á verði fasteigna. Hvað veldur því?  

Fasteignaverð á Íslandi er lágt miðað við fasteignaverð á hinum Norðurlöndunum. Ástæðan er gengishrunið  og  offramboð á íbúðarhúsnæði. Þrátt fyrir það verður ekki séð hvað það getur verið sem knýr fasteignaverð upp nema þá  hagsmunir fjármálafyrirtækjanna sem eiga 1400 íbúðir. Það kemur betur út í reikningum fjármálafyrirtækjanna að fasteignaverð sé skráð sem allra hæst. Það kemur þeim einnig vel vegna þess að þá hækka verðtryggðu lánin.

Verðtrygging veldur því að skuldarar tapa milljörðum vegna  gervihækkunar á fasteignum á nánast steinddauðum fasteignamarkaði.   

Norræna velferðin og réttlætið er greinilega ekki fyrir aðra en fjármálafyrirtækin.


Bloggfærslur 13. ágúst 2011

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.7.): 28
  • Sl. sólarhring: 618
  • Sl. viku: 2404
  • Frá upphafi: 2564368

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 2242
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband