Leita í fréttum mbl.is

Hvort er gengishrun eða ríkishrun?

Seðlabanki Íslands bauðst  til að kaupa Evrur á genginu 210 íslenskar krónur í gær og borga með  verðtryggðum ríkisskuldabréfum. Seðlabankinn vildi kaupa 72 milljónir Evra á þessu yfirgengi en fékk 3.

Þegar Seðlabanki býðst til að kaupa Evrur á gríðarlegu yfirverði miðað við skráð gengi og nánast engin vill selja þá segir það alvarlega sögu um stöðu íslensku krónunnar eða ríkisins eða  hvorutveggja. Fjárfestar telja raungengi  krónunar  lægra en 210 krónur  á Evru eða  skuldabréf íslenska ríkisins vonda pappíra. 

Seðlabankastjóri kann þó aðrar skýringar og segir að þetta komi sér ekki á óvart. Fyrst svo var af hverju stóð Seðlabankinn þá fyrir útboðinu. Styðst svona háttalag við heilbrigða skynsemi?

Seðlabankastjóri segir síðan að  því betra ástand sem sé á erlendum mörkuðum því  fyrr getum við afnumið gjaldeyrishöft.  Er það svo?  Liggur styrkleiki eða veikleiki íslensku krónunar í ástandi erlendra markaða? Sýnir saga tíðra gengisfellinga krónunar fram á réttmæti þessa skýringarkosts? 

Þegar íslenska ríkið getur ekki keypt Evrur á yfirverði þá er það grafalvarlegt mál.  Þetta útboð bendir til þess að peningamálastefna Seðlabankans og ráðstafarnir frá því að Már Guðmundsson tók við standist ekki. Ekki frekar en peningamálastefnan sem fylgt var fyrir hrun og merkilegt nokk Már Guðmundsson núverandi Seðlabankastjóri er höfundur að. 

Af hverju ekki að ræða þetta mál í alvöru í stað þess að grípa til útúrsnúninga og rangra skýringa eins og Seðlabankastjóri gerir.


Bloggfærslur 17. ágúst 2011

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.7.): 29
  • Sl. sólarhring: 617
  • Sl. viku: 2405
  • Frá upphafi: 2564369

Annað

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 2243
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband