Leita í fréttum mbl.is

Burtflæmdir Norðmenn

Sú var tíðin að snillingurinn Fleksnes kallaði íslendinga "bortskræmta Nordmænd".  Það var á þeim tíma þegar Haraldur konungur lúfa, sem síðar var nefndur hárfagri,  var að brjóta undir sig Noreg með harðræði og aukinni skattheimtu.

Frjálshuga fólk undi þessu illa og neitaði helsinu og kaus frelsið. 

Nú er svo komið að skipast hafa veður í lofti og  Steingrímur Sigfússon flæmir frjálshuga fólk úr landi með harðræði og skattheimtu. Fjármagnseigendur flæma fólk líka úr landi með afarkostum verðtryggingarinnar.

En við ætlum að lifa hérna og þess vegna er mál til komið að taka á þessu og víkja helsinu frá og fá skattastefnu sem sligar hvorki fólk né fyrirtæki og lánakerfi sem býður upp á sömu kjör og lánakerfi í nágrannalöndum okkar t.d. Noregi. Ef ekki verður af því má búast við því að straumurinn til Noregs aukist af burtflæmdum Íslendingum.


Bloggfærslur 18. ágúst 2011

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.7.): 24
  • Sl. sólarhring: 614
  • Sl. viku: 2400
  • Frá upphafi: 2564364

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 2238
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband