Leita í fréttum mbl.is

Þórólfur hér og Þórólfur þar

Nóbelsskáldið hitti naglann á höfuðið þegar hann lýsti umræðuhefð  íslendinga.

Það er nöturlegt að fylgjast með því hvað sumir hagsmunaaðilar, talsmenn bændasamtakanna þessa daganna, hafa takmarkaða þekkingu á mál- og skoðanafrelsi.

Þórólfur Matthíasson prófessor hefur í nokkrum greinum vakið athygli á styrkjum til sauðfjárræktar og segir upplýsingar sínar komnar frá Bændasamtökunum. Talsmenn bænda hafa hreytt fúkyrðum í Þórólf og reitt til höggs gegn starfsfélögum hans, en ekki sýnt fram á að Þórólfur fari nokkursstaðar með rangt mál.  Þetta geta tæpast talist ásættanleg vinnubrögð í lýðræðisþjóðfélagi.

Hvort sem okkur likar betur eða verr þá er sauðakjöt dýrt í framleiðslu. Framleiðslan er óhagkvæm og dýr. Flest sauðfjárbú eru of lítil. Ríkisstyrkir eru of miklir. Verð til neytenda er of hátt. Bændur hafa ekki viðunandi kjör. Er þetta ekki mergur málsins?

Viðfangsefnið er þá, hvernig verður komið á betri framleiðsluháttum sem stuðla að hagkvæmni, betri afkomu, lækkuðu vöruverði og minni styrkja. Af hverju ekki að ræða þetta í alvöru. Bændur eiga ekki lögvarinn rétt til þess að skattgreiðendur borgi endalaust framleiðslustyrki.

Ég vorkenni Þórólfi Matthíassyni að vera í þessari orrahríð. Fyrir 30 árum skrifaði ég framsækna grein í Morgunblaðið, þar sem sagði m.a. "Búum þarf að fækka og þau þurfa að stækka."  Talsmenn bændasamtakanna á þeim tíma ærðust  og ég stóð í  látlausum ritdeilum  við hvern tindátann úr Bændahöllinni  á fætur öðrum. Þeir voru sendir fram með skipulegum hætti. 

Þessi orð voru rétt eins og komið hefur á daginn. Með sama hætti sýnist mér að Þórólfur Matthíasson prófessor hafi rökin sín megin i málflutningi sínum um sauðfjárbúskapinn.

Talsmenn bænda eiga því að taka á málflutningi Þórólfs af karlmennsku ef þeir telja hann rangan og sýna fram á það með rökum í stað þess að fara í lúalegt stríð gegn einstaklingi sem setur fram skoðun.


Bloggfærslur 25. ágúst 2011

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.7.): 30
  • Sl. sólarhring: 618
  • Sl. viku: 2406
  • Frá upphafi: 2564370

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 2244
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband