Leita í fréttum mbl.is

50 ára forseti

Barack Obama forseti Bandaríkjanna er 50 ára í dag.  Hann eins og svo margir forverar hans í Hvíta húsinu í Washington sýnir þess merki að hann eldist a.m.k. um tvö ár fyrir hvert eitt sem hann er forseti Bandaríkjanna.

Í dag velta margir fjölmiðla-og fræðimenn hvort Obama hafi gengið til góðs í forsetatíð sinni. Slíkt er eðlilegt við tímamót.  ´

Obama tók við embætti eftir að hafa háð kosningabaráttu vonarinnar og fyrirheitanna. Þegar hann tók við embætti eftir bankahrun var ljóst að engin innistæða var lengur fyrir flestum  þeim kostnaðarsömu fyrirheitum og hugmyndum.

Valdamikill stjórnmálamaður kemur alltaf mörgum góðum hlutum í verk og þannig er það með Obama. Hann hefur hins vegar ekki haft hugrekki til að taka á fjárlagahallanum og heimilað lítið hefta dollaraprentun auk peningaprentunar og skuldsetningar  í formi svonefndrar QE (quantitative easing).

Þá hefur hann ekki gert það sjálfsagða og nauðsynlega sem er að semja frið við Þjóðverja og kalla yfir 50 þúsund ríkisstarfsmenn Bandaríkjanna sem þar eru og kallast hermenn heim frá Þýskalandi.

Obama hefur ekki heldur  hugrekki til að kalla herinn heim frá Afghanistan, en heldur áfram að fórna mannslífum og gríðarlegum fjármunum í baráttu sem ekki er hægt að vinna. Baráttu sem engin vitræna glóra er að standa í. Það stendur  Kínverjum, Indverjum og Pakistönum nær að koma á eðlilegu ástandi í Afghanistan en Bandaríkjunum og NATO þjóðum Evrópu.

Vel getur verið að efnahagsvandamálin, stríðið í Afghanistan og vond hrossakaup forseta og þings valdi því að Obama verði ekki endurkosinn en vinsældir hans mælast nú í lágmarki í skoðanakönnunum. Hann  á þó alla möguleika á endurkjöri ef hann starfar síðari hluta kjörtímabilsins í samræmi við þá lífssýn sem hann boðaði í kosningabaráttunni.


Bloggfærslur 4. ágúst 2011

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.7.): 26
  • Sl. sólarhring: 616
  • Sl. viku: 2402
  • Frá upphafi: 2564366

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 2240
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband