Leita í fréttum mbl.is

Lífeyrisránið

Ríkiskerfi sósíalismans skyldar alla  til að borga 15% af launum sína alla ævi í lífeyrissjóði.  Þeir sem borga í lífeyrissjóðina ráða engu um það með hvaða hætti peningunum þeirra er ráðstafað eða þeir ávaxtaðir.  Við ráðum ekki nema að takmörkuðu leyti í hvaða lífeyrissjóð við verðum að greiða. Hér gildir fullkomið einræði.

Við eigum þess ekki kost að spara sjálf á eigin forsendum.  Ríkisvald forsjárhyggjunnar svipti okkur því frelsi.

Lífeyrissjóðirnir spila á hlutabréfamörkuðum erlendis og tapa miklu fé. Ef til vill andvirði eins músikhúss eða 40-50 milljörðum síðustu viku.  Þá er eftir að gera upp tapið á vogunarsjóði lífeyrissjóðanna sem er í samkeppnisatvinnurekstri við einkafyrirtæki og ruglar allt sem heitir frjáls samkeppni.

Ræningjar forsjárhyggjunnar hafa ekki áhyggjur af þessu. Þeir stela sparnaðinum okkar með því að segja að við fáum bara minna borgað til baka. Hvaða ábyrgð ber ríkið á þessu. Það setti þvingunarlögin en ber enga ábyrgð.

Er lífeyriskerfið  risastórt svindl þar sem núkynslóðin er sú eina sem fær eitthvað út úr þessu, en komandi kynslóðir ekki. Í grein í Daily Telegraph á sunnudaginn var þessu líkt við frægasta svindl sögunnar kennt við Ponzi en þar gilti reglan fyrstir koma fyrstir fá hinir borga bara.

Þarf ekki að hugsa þetta kerfi upp á nýtt og gefa borgurunum aukið frelsi. Þeir sem vilja það ekki treysta fólki ekki og álíta að forsjárhyggjan sé betri en einstaklingsfrelsið. 

Hvernig stóð annars á því að Sjálfstæðisflokkurinn stóð að þessari skerðingu einstaklingsfrelsisins?


Bloggfærslur 9. ágúst 2011

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.7.): 28
  • Sl. sólarhring: 618
  • Sl. viku: 2404
  • Frá upphafi: 2564368

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 2242
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband