Leita í fréttum mbl.is

Af hverju hafa konur lægri laun en karlar?

Hvar sem er í heiminum er launamunur milli karla og kvenna. Ekki skiptir máli hvers konar þjóðfélög er um að ræða. Á heimsvísu hafa konur lægri laun en karlar svo munar  10-30%.  Þetta vekur athygli vegna þess að ætla má að eftir því sem þjóðfélög þróast og menntun kvenna verður betri þá ætti launamunur kynjanna að minnka en svo er ekki.

Þetta er merkilegt m.a. vegna þess að í ríkum löndum starfa hlutfallslega fleiri hjá hinu opinbera þar sem launamunur kynjanna er almennt minnstur en samt sem áður kemur það fyrir ekki launamunur eftir kyni er umtalsverður.

Þrátt fyrir að minna sé um erfiðisvinnu þar sem reynir á líkamlegan styrk þá raðast kynin hvar sem er í heiminum í ákveðin og sambærileg störf og þar skiptir engu máli hverjar þjóðartekjurnar eru.

Í grein í Economist 24.4.s.l. er fjallað um þetta og velt fyrir sér ástæðum þessa kynbundna launamunar og þeir sem hafa áhuga á málinu ættu að kynna sér skrifin þar, en meginástæðuna fyrir því að konur eru í láglaunastörfum segir Alþjóðabankinn að sé vegna þess að konur stjórni ekki tíma sínum eins og karlar. Á Ítalíu og Austurríki t.d. þá eyða konur þrisvar sinnum lengri tíma í húsverk og barnapössun en karlar.  Í mörgum fátækari löndum þá eyða þær mun lengri tíma í þessa vinnu.

Eitt kemur þó sérstaklega á óvart en það er að í landi kvenfrelsisins Svíþjóð og kvennakúgunarinnar, Pakistan eyða karlar í báðum löndum álíka tíma í heimilisstörf. Sérkennilegt?????

Það að konur eyða svona miklu meiri tíma en karlar í heimilisstörf og barnauppeldi takmarkar það möguleika kvenna til starfsvals og þær þurfa frekar að vinna hlutastörf. 

Það er athyglivert að skoða þetta og það vekur upp spurningar miðað við herferð VR varðandi þessi mál hvernig er þessu fyrirkomið hér á landi hve miklum tíma eyða kynin í heimilsstörf og barnauppeldi t.d. og einnig hvort auglýsingaherferð VR er ekki byggð á röngum forsendum. 

Þá er spurningin hvort að áherslur femínista og kvennahreyfinga hafi ekki verið á röngum forsendum og það þurfi aðra hluti en útgjöld skattgreiðenda t.d. vegna fæðingarorlofs sem átti að mati femínista að draga úr launamun, sem ekki varð, til að tryggja raunverulega jafnstöðu karla og kvenna í launamálum.


Bloggfærslur 27. september 2011

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.7.): 238
  • Sl. sólarhring: 456
  • Sl. viku: 3903
  • Frá upphafi: 2566059

Annað

  • Innlit í dag: 221
  • Innlit sl. viku: 3670
  • Gestir í dag: 218
  • IP-tölur í dag: 217

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband