Leita í fréttum mbl.is

Menntakefi í molum

Fjórðungur eða 25 af hverjum 100 fimmtán ára stráka geta ekki lesið sér til gagns samkvæmt frétt í Fréttablaðinu.

Þetta þýðir að skólakerfið hefur gjörsamlega brugðist. Lestrarkunnátta er forsenda þess að fólk geti stundað skólanám af einhverju viti.

Nú er það svo að við höfum eitt dýrasta skólakerfi í heimi, en samt bregst það svona gjörsamlega í helsta grundvallaratriðinu. Af hverju er þetta? Eru kennararnir ekki starfi sínu vaxnir?  Virkar menntakerfið ekki? Hvað er að. Það er útilokað annað en að fá svör við því og það strax.

Forsenda framfarasóknar þjóðar er m.a. sú að fólk kunni að lesa og skrifa. Þegar það kemur í ljós að einn af hverjum fjórum drengjum sem eru búnir með skólaskylduna kunna ekki að lesa þá er ljóst að menntakerfið er í molum.

Hvað ætlar menntamálaráðherra að gera í því? 


Bloggfærslur 29. september 2011

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.7.): 242
  • Sl. sólarhring: 437
  • Sl. viku: 3907
  • Frá upphafi: 2566063

Annað

  • Innlit í dag: 225
  • Innlit sl. viku: 3674
  • Gestir í dag: 222
  • IP-tölur í dag: 221

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband