Leita í fréttum mbl.is

Geir, Mubarak og Chirac

Það var nöturlegt að horfa á það á erlendum sjónvarpsstöðvum í gær þegar sýnt var frá réttarhöldum yfir þrem fyrrum forustumönnum þjóða sinna þeim Geir H. Haarde, Chirac fyrrum Frakklandsforseta og Mubarak fyrrum forseta Egyptalands.

Erlendu sjónvarpsstöðvarnar gerðu málaferlunum yfir þessum fyrrum þjóðarleiðtogum mjög takmörkuð skil, þannig að sjónvarpsáhorfandinn var ekki nema örlitlu nær um hvaða sakargiftir voru bornar á þessa menn. Þó kom fram að Mubarak væri sakaður um mjög alvarlega glæpi m.a. morð og samsæri. Chirac var sakaður um að hafa sem borgarstjóri í París búið til störf sem aldrei voru til nema á pappírnum, en borgað fyrir.

Varðandi Geir H. Haarde þá var sagt að hann væri sakaður um að bera ábyrgð á fjármálahruni á Íslandi og á einni sjónvarpsstöð a.m.k. var sagt að fjöldi annarra mundi vera ákærður vegna glæpa í sambandi við fjármálahrunið, ekki veit ég hvaðan sú fréttastofa hafði þær upplýsingar.

Óneitanlega opniberaðist vel í þessu samhengi nöturleiki pólitísku réttarhaldana yfir Geir Haarde.  Pólitíska ákæran gegn honum er til fyrir Alþingi og þá sem með málið fara.  Mannorð Geirs H. Haarde er eyðilagt á alþjóðavettvangi sbr. umfjöllun sjónvarpsstöðvanna í gær og álit Íslands bíður líka hnekki.

Þetta eru afleiðingarnar af ómálefnalegri hatursherferð Vinstri Grænna og taglhnýtinga þeirra í Samfylkingunni sem sköpuðu landsdómsmeirihlutann á Alþingi. Væri þessi sami meirihluti samkvæmur sjálfum sér ætti hann nú þegar að vera búinn að ákæra þá Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra og Jón Bjarnason landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra fyrir raunverulegar sakir sem liggja fyrir en ekki tilbúin hugarfóstur eins og um er að ræða í ákærunni gagnvart Geir H. Haarde.


Bloggfærslur 6. september 2011

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.7.): 242
  • Sl. sólarhring: 428
  • Sl. viku: 3907
  • Frá upphafi: 2566063

Annað

  • Innlit í dag: 225
  • Innlit sl. viku: 3674
  • Gestir í dag: 222
  • IP-tölur í dag: 221

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband