Leita í fréttum mbl.is

Hverjir standa undir verðmætasköpun í þjóðfélaginu?

Mér skilst að um helmingur vinnandi fólks séu opinberir starfsmenn. Ansi hátt og raunar allt of hátt hlutfall. Nánast allir sem vinna hjá hinu opinbera eru af íslensku bergi brotnir. 

Þá er spurningin hvað stór hluti þeirra sem vinna á almenna vinnumarkaðnum þ.e. annarsstaðar en hjá hinu opinbera eru af íslensku bergi brotnir og hvað margir af erlendu. Þetta hefur fyrst og fremst þýðingu til að gera sér grein fyrir því hvernig íslenskt þjóðfélag er að þróast. 

Sé það rétt að um eða yfir helmingur vinnuaflsins vinni beint hjá hinu opinbera þá er það alvarleg þróun, sem getur ekki leitt til annars en kjararýrnunar í framtíðinni. Verðmætasköpunin fer ekki fram hjá ríki og bæ, en þrátt fyrir það stendur ríkisstjórnin fyrir aukningu útgjalda um rúma 100 milljarða á tveimur árum.

Þá er líka í framhaldi af því spurning hvort þannig sé fyrir okkur komið að vegna stöðugrar útþennslu ríkisbáknsins, þá þurfum við að flytja inn starfsfólk til að sinna arðbærum störfum því annars ætti verðmætasköpunin sér ekki stað í sama mæli. Já og minni hluti starfsfólks á almennum vinnumarkaði standi í raun undir verðmætasköpun í þjóðfélaginu. 


Bloggfærslur 9. mars 2019

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1001
  • Sl. viku: 5460
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5100
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband