Leita í fréttum mbl.is

Fulltrúar hverra voru þeir?

Þegar Ísland keppir í íþróttum á alþjóðavettvangi ganga einstaklingar og keppnislið jafnan stolt inn á leikvanginn undir fána Íslands. Sama á við á fundum hjá fjölþjóðastofnunum og venjulega hjá einkaaðilum, þar koma íslendingar að málum undir íslenska fánanum.

Íslendingar eru almennt stoltir af því að koma fram fyrir hönd landsins síns og vilja vera verðugir fulltrúar fyrir þess hönd og eru líka almennt áfram um það að allir viti að þar eru íslendingar á ferð og þeir sýna það með því að veifa þjóðfánanum.

Við atkvæðagreiðslu í söngvakeppni Evrópu í gærkvöldi veifuðu keppnisliðinn stolt fána landa sinna alltaf þegar sjónvarpsmyndavélunum var beint að þeim nema eitt. Lið Íslands.

Þegar íslenska liðið, sem kemur fram fyrir Íslands hönd á kostnað íslenskra skattgreiðenda veifar öðrum fána en Íslands þá er það nýlunda, sem er skammarleg og vonandi kunna þeir sem sendu þetta lið til keppni að taka á því með viðeigandi hætti. 

Vissulega hafa íþróttamenn, listamenn stjórnmálamenn og stjórnmálalegir erindrekar mismunandi skoðanir til manna, málefna og þjóðlanda. En þegar þeir koma fram sem fulltrúar fyrir Íslands hönd þá verða þeir að gera það af alúð og virðingu fyrir landi og þjóð, stoltir af því að vera íslendingar og stoltir af því að veifa íslenskum gunnfána en ekki annarra. 


Bloggfærslur 19. maí 2019

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 89
  • Sl. sólarhring: 140
  • Sl. viku: 2624
  • Frá upphafi: 2599863

Annað

  • Innlit í dag: 88
  • Innlit sl. viku: 2465
  • Gestir í dag: 88
  • IP-tölur í dag: 87

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband