Leita í fréttum mbl.is

Orð skipta máli

Ritstjóri enska öfgavinstri dagblaðsins "The Guardian" sendi tilmæli til blaðamanna sinna um orðanotkun í blaðinu þegar talað er um svonefnda hnattræna hlýnun af mannavöldum. 

Nú ber að segja "climate emergency crisis í stað climate change og fish population í stað fish stocks og loks þeir sem hafna hamfaravísindum heimsendaspámanna vegna meintrar hnattrænnar hlýnunar skulu í blaðinu nefndir héðan í frá, climate science deniers í stað climate denier. 

Allt er þetta gert til að skerpa á áróðrinum fyrir aukinni skattheimtu megna meintrar loftslagsvár og þá er mikilvægt að nota ný og harmrænni orð en áður hafa verið notuð. 

Þessi lúmski áróður er af sama meiði og baráttan fyrir fjöldainnflutningi fólks á fölskum forsendum. Þar hafa Sameinuðu þjóðirnar gengið á undan við að rugla umræðuna með því að breyta stöðugt um orð og/eða skilgreininar á orðum. Í því sambandi má benda á að ólöglegur innflytjandi varð að hælisleitanda og þegar almenningur hafði áttað sig á hversu vitlaus sú skilgreining var þá var enn breytt og nú heita þeir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Litla Ísland fylgir þessu í einu og öllu og hefur nýverið undirritað sáttmála Sameinuðu þjóðanna í Marokkó þar sem þessi ruglaða hugtaka og orðaanotkun er grunnstefið.

Kjósendum var ekki gefinn nokkur kostur á að ræða þau mál vegna þess að stjórnmálaelítan sem nú stjórnar telur greinilega að fólki komi þetta ekki við stjórnmál séu bara fyrir stjórnmálaelítuna nema við kosningar þegar hundruðum milljóna er eytt af starfandi flokkum á ríkisstyrk til að reyna að fylka kjósendum enn einu sinni á sama básinn.

Í umræðunni um fóstureyðingar er fóstureyðing ekki lengur til heldur þungunarrof. 

Þannig heldur pólitískir réttmálsfræðingar áfram að reyna að rugla fólk og setja jákvæð orð þar sem það á við eins og t.d. varðandi fóstureyðingu og neikvæð orð þegar þess er þörf eins og um þann sem afneitar loftslagsvísindum skv. nýyrðaskránni.

Pólitíska nýmálið var eitt af því sem að höfundur bókarinnar 1984 benti á sem eitt tæki alræðisstjórnarinnar til að láta fólk sætta sig við hlutina og rugla það í ríminu. Pólitíska elítan hefur greinilega náð að tileinka sér það þó ekki sé til taks annað alræði en lélegir fjölmiðlar sem tala jafnan í takt við stjórnmálaelítuna, en hafa gleymt sjálfstæðu rannsóknarhlutverki sínu.


Bloggfærslur 30. maí 2019

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 89
  • Sl. sólarhring: 140
  • Sl. viku: 2624
  • Frá upphafi: 2599863

Annað

  • Innlit í dag: 88
  • Innlit sl. viku: 2465
  • Gestir í dag: 88
  • IP-tölur í dag: 87

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband