Leita í fréttum mbl.is

Hvað er vitlegt að gera?

Flestir telja það ávísun á galgopahátt að fara til Spánar vegna þess hve mikið er um Covid smit. En er það svo?

Hér í Valencia skíri og Costa Blanca svæðinu er töluvert minna  um smit en heima á Íslandi. Samt sem áður er engin skimun á landamærunum hvað þá síðari skimun og sóttkví á milli. Flest smit hér eru eins og heima vegna skemmtanahalds um helgar. 

Nánast engin smit greinast í síðari skimun en samt ætlar ríkisstjórnin að framlengja þessu argans bulli til 1. desember. Hvað kostar það fólk að þurfa að hanga heima eftir að það kemur heim í næstum því viku vegna þessa endemis rugls ríkisstjórnarinnar. Hvað skyldu nú margir hafa greinst við síðari skimun og eru það svo margir að það réttlæti þessar aðgerðir? Af hverju spyrja fréttamenn aldrei um það. Hvað kostar þetta margar tapaðar vinnustundir og leiðind án nokkurs vitlegs tilefnis. 

Í kvöldfréttum kom fram, að sóttvarnarlæknir ætlar sér að auka á frelsisskerðingar fólks án þess að það sé skoðað hvaðan smitin koma. Þau koma ekki frá líkamsræktarstöðvum, hárgreiðslustofum eða áhorfendum á íþróttaviðburðum. Meginhluti smitana koma vegna skemmtanahalds í Reykjavík um helgar. Er þá ekki nauðsyn að skoða það en láta aðra mannlega starfsemi í friði. Hvað þá að halda ekki áfram einhverju sem er algjör óþarfi eins og tvöföld skimun á landamærunum - já og þú þarft að borga fyrir þetta rugl. 


Bloggfærslur 2. október 2020

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2021
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.3.): 129
  • Sl. sólarhring: 412
  • Sl. viku: 1137
  • Frá upphafi: 1702950

Annað

  • Innlit í dag: 122
  • Innlit sl. viku: 1056
  • Gestir í dag: 122
  • IP-tölur í dag: 121

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband