Leita í fréttum mbl.is

Blessun ríkishyggjunnar

Mörgum brá í brún þegar þeir hlýddu á tilvitnanir og innskot frá fjármálaráðherra, seðlabankastjóra og hagfræðilegum sérfræðingi Háskólans í Reykjavík í ráðgjöf til stjórnvalda allt frá því fyrir bankakreppuna 2008. Þeir voru allir þeirrar skoðunar, að aukin ríkisafskipti, skuldasöfnun hins opinbera og eftir því sem ég gat best skilið peningaprentun og gengisfellingu væri það, sem helst gæti orðið til bjargar í þeim efnahagsþrengingum sem framundan væri vegna sóttvarnaraðgerða ríkisvaldsins.

Eftir því sem best verður greint hefur fjármunum verið sturtað úr ríkissjóði á þessu ári, sumt til skynsamlegra ráðstafana, en annað er óafsakanlegt bruðl og eyðslusemi á peningum skattgreiðenda. Meiningin mun vera að skrúfa enn hraustlegar frá eyðslukrana ríkisvaldsins og eyða peningum, sem ekki eru til.

Stjórnarandstaðan hefur ekkert annað til málanna að leggja, en að heimta að ríkið eyði ennþá meira af peningum, sem ekki eru til. En sameignilega virðist stjórn og stjórnarandstaða vera sammála um að þetta reddist allt þegar hagkerfið dafnar á nýjan leik og vex með þeim störfum sem ríkið ætlar að búa til þ.á.m. í hinu svonnefnda "græna hagkerfi" sem aldrei hefur verið rekið öðruvísi en með gríðarlegu tapi. 

Óneitanlega var sú hugsun áleitin, að nú væri komið nýtt afbrigði af fjármálaviti sem einkenndi ráðstafanir í aðdraganda bankakreppunnar árið 2008.

Ekki sakar að spurt sé í þessum tryllta dansi stjórnmálaelítunnar og meginhluta fréttaelítunnar í kringum tálsýn gullkálfs ríkishyggjunar, hvenær ríkisvaldið hafi nokkru sinni, nokkurs staðar verið þess megnugt að skapa fjölda arðvænlegra starfa til frambúðar.

Þá ekki síður, hvort reynsla þeirra þjóða, sem hafa á síðustu áratugum vikið ríkishyggunni til hliðar og leyst hundruð milljóna manna úr fátækt og frá hungurvofunni með því að virkja einstaklingsframtakið sé ekki fordæmi sem ástæða sé til að taka mark á.

Þvert á þá stefnu sem nú er boðuð væri skynsamlegra að skera alla óþarfa fitu utan af ríkisbákninu og rúmlega það. Með því að lækka skatta á fólk og fyrirtæki væri líka lagður grundvöllur að því, að einstaklingarnir hefðu möguleika á að virkja sköpunarkraft sinn og dugnað og breyta því í arðvænlegan rekstur sjálfum sér og öðrum til góðs.

Aukin ríkishyggja og ríkisafskipti munu eingöngu leiða til þess að fyrirsjáanleg kreppa verður langvinnari, dýpri og alvarlegri en hún yrði væri einkaframtakið virkjað til góðra hluta. Síðan verður að horfast í augu við það, að seðlaprentun og áframhaldandi ábyrgðarleysi í launamálum ekki síst stjórnmálastéttarinnar og embættismannaaðalsins, sem hefur leitt til þess að launakjör eru gjörsamlega úr takti við þann raunveruleika sem við búum við í dag er eingöngu ávísun á gengisfellingar í smærri eða stærri skrefum og óðaverðbólgu í kjölfarið, sem er óhjákvæmileg ef ríkishyggjan fær að tröllríða öllu í landinu.

Þetta eru því miður einföld efnahagsleg sannindi sem gilda alltaf, en hefur iðulega verið vikið til hliðar alltaf með skelfilegum afleiðinum síðast í aðdraganda bankahrunsins árið 2008.

Er ástæða til að endurtaka það með mun verri og skelfilegri afleiðingum?

 


Bloggfærslur 8. október 2020

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 157
  • Sl. sólarhring: 239
  • Sl. viku: 3098
  • Frá upphafi: 2294717

Annað

  • Innlit í dag: 147
  • Innlit sl. viku: 2825
  • Gestir í dag: 134
  • IP-tölur í dag: 133

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband